Viðurkenningar

Reglur um viðurkenningu til sjálfboðaliða á aðalfundi
Tilnefning til viðurkenningar einstaklinga fyrir framúrskarandi starf í þágu Rauða krossins


Reglur um viðurkenningar 

1. Viðurkenning Rauða krossins á Íslandi er merki, rauður kross á gylltum grunni. (Sbr. lög Rauða krossins, 5. gr.) 

2. Viðurkenning er veitt sjálfboðaliða Rauða krossins í eitt skipti fyrir framúrskarandi framlag í þágu félagsins eða deild eða deildaráði fyrir verkefni. Skal að jafnaði við það miðað að ekki fái fleiri en fimm einstaklingar viðurkenningu hverju sinni. 

3. Formaður Rauða krossins afhendir viðurkenninguna ásamt heiðursskjali á aðalfundi félagsins. 

4. Stjórn Rauða krossins skipar þriggja manna viðurkenningarnefnd til þriggja ára í senn. Formaður nefndarinnar skal koma úr stjórn félagsins. 

5. Við störf sín skal viðurkenninganefnd hafa til hliðsjónar tilnefningar, eigin athuganir og ábendingar sem henni berast um verðuga handhafa viðurkenningarinnar. Tilnefningar, ásamt rökstuðningi, skulu berast á þar til gerðu eyðublaði fyrir 1. mars þess árs sem aðalfundur er. 

6. Til að tillaga um veitingu viðurkenningar nái fram að ganga skal hún hljóta samhljóða samþykki viðurkenningarnefndar. Nefndin gerir rökstuddar tillögur til stjórnar Rauða krossins um hverjum skuli veita viðurkenningu einum mánuði fyrir aðalfund. Nefndin heldur skrá yfir þá sem viðurkenningu hafa fengið sem varðveitt er á landsskrifstofu. 

7. Deildir, deildaráð og URKÍ geta veitt sjálfboðaliðum sínum sérstaka viðurkenningu. 

8. Heimilt er að veita viðurkenningu aðilum utan Rauða krossins. 

9. Reglur þessar skulu hljóta samþykki stjórnar Rauða krossins og endurskoðast á fimm ára fresti. 

Samþykkt á stjórnarfundi 18.01.2013