Viðmið fyrir vel starfandi Rauða kross deild
-
Vel starfandi deild fylgir grundvallarmarkmiðum alþjóðahreyfingar
Rauða krossins og Rauða hálfmánans og vinnur eftir leiðarljósi, lögum og
stefnu Rauða krossins á Íslandi.
-
Vel starfandi deild er sýnileg á starfssvæði sínu, hefur hentuga
aðstöðu fyrir starfsemina og viðheldur góðri ímynd hreyfingarinnar
-
Vel starfandi deild hefur virka stjórnarmenn, dreifir ábyrgð með
skýrri verkaskiptingu og heldur reglulega fundi á föstum fundartíma.
-
Vel starfandi deild gerir fjárhags- og framkvæmdaáætlanir og velur
verkefni sín af ábyrgð í samræmi við stefnu félagsins og á grundvelli
rannsókna.
-
Vel starfandi deild laðar til sín nýja félaga og sjálfboðaliða úr öllu
þjóðfélaginu, gerir sjálfboðaliðasamninga og kemur upplýsingum í
nafnaskrá Rauðar krossins.
-
Vel starfandi deild tryggir sjálfboðaliðum aðgengi að reglulegri þjálfun og fræðslu og umbunar þeim fyrir vel unnin störf.
-
Vel starfandi deild leggur áherslu á gott samstarf við aðrar deildir,
stofnanir og félagasamtök og tekur virkan þátt í starfsemi
landsfélagsins.
-
Vel starfandi deild skapar ungu fólki starfsgrundvöll innan félagsins.
-
Vel starfandi deild tryggir skjót og vönduð vinnubrögð við neyð innanlands og erlendis.
-
Vel starfandi deild vinnur að því að rjúfa einangrun fólks og er
málsvari þeirra sem búa við þrengingar og mótlæti hverju sinni.