Úthlutunarreglur

Tómstundasjóður barna flóttafólks búsettra á Íslandi


Forsaga tómstundasjóðs

Seinni part ársins 2015 leituðu nokkrir aðilar til Rauða krossins með fjárframlög sem þeir vildu gefa til tómstunda barna flóttafólks búsettra hér á landi. Til að skapa umgjörð um framlögin var ákveðið að setja á fót sjóð sem úthlutað yrði úr til tómstunda barna flóttafólks.

Haustið 2017 var tekin sú ákvörðun að sjóðurinn yrði opnaður og að ekki yrði um aðgreiningu að ræða heldur gætu allir fátækir foreldrar sótt um fyrir börn sín, og verður reglunum breytt í samræmið við það. Sjóðurinn var settur á fót í tilraunaskyni til tveggja ára og er í umsjón landsskrifstofu. . Landsskrifstofa hefur haft umsjón með móttöku framlaga í sjóðinn, hvort sem farið er í sérstaka söfnun eða stök framlög. Jafnframt veitir landsskrifstofa deildum upplýsingar og ráðgjöf um sjóðinn auk þess að halda utan um hverjir hafa fengið úthlutað út sjóðnum og hve mikið.

1.gr. – tilgangur

Tilgangur sjóðsins er að styðja fátæk börn hér á landi, 17 ára og yngri til að stunda þær tómstundir sem ekki fást styrkir fyrir annarsstaðar. Með börnum flóttafólks er átt við börn sem koma án fylgdarmanna, börn flóttafólks sem boðin er búseta hér á landi (kvótaflóttafólk), börn flóttafólks sem fá stöðu flóttamanns í kjölfar hælismeðferðar og börn flóttafólks sem fá vernd af mannúðarástæðum.

2.gr. – styrkhæfar tómstundir

Styrki úr sjóðnum má veita til hvers kyns tómstunda barna enda er það val barnanna og fjölskyldna þeirra hvaða tómstund er stunduð. Styrkir geta því verið fyrir námskeiðum, tónlistarnámi, íþróttaiðkun, dansnámi eða annars konar tómstund. Styrkir skulu ekki einskorðast við greiðslu á föstum gjöldum heldur einnig fyrir áhöldum, fatnaði og ferðum er tengjast tómstundinni.

Einnig er styrkt fyrir tækjum sem nýtast í frítíma barna svo sem hjólum, hlaupahjólum, hjólaskautum og hjálmum.

4.gr. – umsóknir

Sótt er um í sjóðinn til deildar í búsetusveitafélagi. Deildir á ákveðnu svæði geta ákveðið að fela einni deild umsjón með umsóknum í sjóðinn og skal þá umsækjendum vísað þangað. Hver deild skal þó eftir fremsta megni leitast við að aðstoða umsækjendur við að komast í samband við rétta umsóknardeild.

Umsækjendur leggja fram reikninga og fylla út sérstak eyðublað þar sem eftirfarandi kemur fram:

  • hver sækir um
  • fyrir hverju er sótt
  • fyrir hve háa upphæð
  • inn á hvaða reikning á að leggja styrkinn
  • gefið er leyfi til að kanna hvort aðrir styrkir hafi fengist fyrir því sem sótt er um
  • dagsetning og undirskrift umsækjanda

Deildir ákvarða hvort umsókn uppfylli skilyrði um styrkhæfa tómstund í samræmi við 3.gr. þessara reglna. Uppfylli umsókn skilyrði 3.gr. sendir deild umsóknareyðublað ásamt reikningum umsækjanda til samskiptasviðs landsskrifstofu á netfangið [email protected]. Samskiptasvið samþykkir greiðslur og kemur þeim til fjármálasviðs sem greiðir út styrki. Samskiptasvið heldur yfirlit yfir styrkþega, til hvers þeir fengu styrk og á hvaða tíma á þar til gerðu yfirlitsskjali.

5.gr. – úthlutanir

Úthluta má úr sjóðnum til barnanna allt þar til þau hafa fengið búsetuleyfi hér á landi eða í allt að 4 ár frá því þau hljóta stöðu flóttamanns eða fá vernd af mannúðarástæðum.

Hægt er að sækja um tvisvar á ári fyrir hvert barna. Úthlutað er allt að 30.000 kr. á ári á barn. Ef styrkur er veittur fyrir hámarksupphæð í einni úthlutun fæst ekki önnur úthlutun það ár.

6.gr. – endurskoðun

Endurskoða skal reglur þessa og hámarksupphæð úthlutunar á ári fyrir 1. desember 2016. Skal sú endurskoðun vera unnin í samvinnu landsskrifstofu og þeirra deilda sem tekið hafa á móti umsóknum í sjóðinn til þess tíma.

Reglur þessar voru unnar af fulltrúum samskiptasviðs, hjálpar- og mannúðarsviðs, Rauða krossins við Eyjarfjörð, Rauða krossins í Kópavogi, Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ og Rauða krossins í Reykjavík í janúar 2016.