Tombólur - verklag móttöku og umbunar

BÖRN STYRKJA BÖRN. 

Stuðningur tombólubarna er ákaflega mikils virði og fara peningar sem þannig safnast til að styrkja hjálparstarf fyrir börn. 

Félagið er afar þakklátt þessum ungu sjálfboðaliðum fyrir dugnaðinn en ár hvert standa fjölmörg börn á Íslandi fyrir slíkum söfnunum. 

Nýtt verklag við afgreiðslu tombólubarna hjá deildum (tekið upp í ársbyrjun 2021)

Þegar tekið er á móti tombólubörnum:

  • Taka mynd, lárétt (landscape).
  • Fá fullt nafn barns/barna.
  • Fá upplýsingar um hvernig peningum var safnað (tombóla, flöskusöfnun, annað)?
  • Hvar var safnað? (við verslun, hvaða, gengið í hús, annað)?
  • Afhenda viðurkenningarskjal (skrifa nafn barns) og þakkarbréf. Auk þess geta deildir veitt tombólubörnum smá umbun (t.d. efni merkt Rauða krossinum).
  • Leggja fjárhæð inn á reikning; 342 - 26 - 555 kt. 5302692649 merkja Tombóla og senda tilkynningu á afgreidsla(hja)redcross.is frá banka. 
  • Fá skriflegt samþykki foreldra fyrir myndbirtingu í tölvupósti (sjá staðlaðan texta hér að neðan).
  •  Senda samþykki foreldris/foreldara, mynd og upplýsingar á afgreidsla(hja)redcross.is. 
  • Senda mynd og upplýsingar í bæjarblöðin og Facebook-síðu deildarinnar þegar það á við og þegar samþykki foreldar liggur fyrir.
Þær deildir sem eru með starfsmenn og geta sinnt myndbirtingunni sjálfir á heimasíðu Rauða krossins, sent til Morgunblaðsins  og vistað samþykki foreldar í skjalavörslukerfi Rauða krossins, halda því verklagi. 


Staðlaður texti í tölvupósti til foreldra til samþykktar:

Kæra foreldri.

Vegna nýrra persónuverndarlaga er nauðsynlegt að afla samþykkis foreldra áður en unnið er með persónuupplýsingar barna. Því óskum við eftir því að fá samþykki allra foreldra fyrir því að birta mynd tombólubarna á vefsíðu Rauða krossins, í Morgunblaðinu og í bæjarblöðum. 

Hægt er að veita samþykki með því að svara þessum tölvupósti og skrifa samþykki.

Þá vill Rauði krossinn upplýsa þig um að hægt er að afturkalla samþykki, óska eftir að því að sjá hvaða upplýsingar eru skráðar um barn þitt hjá Rauða krossinum, óska eftir að upplýsingar séu leiðréttar eða að þeim sé eytt. Skal það gert með því að senda erindi þess efnis á [email protected].

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við [email protected]