Tekjuskipting

Tekjuskipting 2015-2016
Reglur um skiptingu þess hluta tekna af Íslandsspilum sem fer til deilda, skv. 2. málsgr. 12. gr. laga Rauða krossins á Íslandi árin 2015-2016. Samþykktar á aðalfundi Rauða krossins 17. maí 2014.

Grunnframlag – 4%
Þessi mælikvarði byggir á því ákvæði í lögum félagsins að forsenda þess að deild fái hlut í kassatekjum er að hún skili gögnum og fari að lögum og stefnu félagsins. Þessi mælikvarði verður að vera uppfylltur til að úthlutun eftir öðrum mælikvörðum komi til. Grunnframlag er óháð stærð deildar og allar deildir fá sem svarar til 4% af 24% sem er hluti deilda í kassatekjum.

Íbúafjöldi á svæði deildar – 20%

Deild fær hlutfall af 20% af hlut deilda í kassatekjum (24%) miðað við hversu stór hluti íbúa landsins býr á starfssvæði hennar.

Verkefnasjóður 13%