Leiðbeiningar um skráningu sjálfboðaliða
Sjálfboðaliðasamningur á íslensku (uppfærður september 2018)
Sjálfboðaliðasamningur á ensku (uppfærður október 2020)
Sjálfboðaliðasamningur á spænsku (uppfærður janúar 2020)
Sjálfboðaliðasamningur á pólsku (uppfærður í nóvember 2020)
Verklýsing sjálfboðaliða Rauða krossins - eyðublaðEftirfarandi leiðbeiningar eiga við um deildir þar sem ekki er starfsmaður sem hefur aðgang að skráningarkerfi Rauða krossins.
1. Áður en sjálfboðaliði hefur störf skal gera við hann sjálfboðaliðasamning. Í sjálfboðaliðasamningi kemur m.a. fram;
- Sjálfboðaliðar skuldabinda sig til að vinna eftir grundvallarhugsjónum stefnu og siðareglum Rauða krossins
- Þagnarheit
- Rauði krossinn slysatryggir sjálfboðaliða í starfi fyrir Rauða krossinn
- Sjálfboðaliðar samþykkja að unnið sé með persónuupplýsingar í tölvukerfi Rauða krossins í tengslum við störf þeirra fyrir félagið
Athugið að deild getur skapað sér skaðabótaskyldu ef sjálfboðaliði slasast við sjálfboðaliðastörf og í ljós kemur að hann hefur ekki undirritað sjálfboðaliðasamning.
Deildin geymir undirritaða samninginn hjá sér en sendir upplýsingar á landsskrifstofu til að skrá rafrænt.
2. Um leið og sjálfboðaliði hefur undirritað samning þarf að taka af honum afrit (skönnun, mynd) og senda með tölvupósti á [email protected] og starfsmaður skráir í sjálfboðaliðaskráningarkerfið Salesforce. Þegar samningur er skráður fær sjálfboðaliðinn tölvupóst þar sem hann er boðinn velkominn og nokkrar upplýsingar um Rauða krossinn frá formanni félagsins. Einnig fær hann sent skírteini í hálsbandi og upplýsingarit í pósti.
3. Þegar sjálfboðaliði hættir störfum þarf að senda tölvupóst á sama netfang.
4. Mikilvægt er að skráning sjálfboðaliða sé rétt þannig að skírteini og bréf fari einungis til þeirra sem starfa með félaginu. Hafið samband við sjálfboðaliðamiðstöð sjalfbodalið[email protected] eða í síma 570 4017 sem getur sent upplýsingar um virka sjálfboðaliða úr sjálfboðaliðaskránni sem hægt er að yfirfara, ásamt öðrum upplýsingum er varða sjálfboðaliðastörf.