Leiðbeiningar um skráningu sjálfboðaliða

Sjálfboðaliðasamningur (uppfærður 25. september 2018)

Sjálfboðaliðasamningur á ensku  (uppfærður desember 2018)

Sjálfboðaliðasamningur á spænsku (uppfærður janúar 2020)

  

Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við um deildir þar sem ekki er starfsmaður sem hefur aðganga að skráningarkerfi Rauða krossins. 

  1. Sjálfboðaliði undirritar sjálfboðaliðasamning um leið og hafið er verkefni hjá deild
  2. Fulltrúi deildar tekur afrit af samningi (skönnun, mynd) og sendir í tölvupósti á svæðisfulltrúa.
  3. Ef sjálfboðaliði hættir störfum skal senda upplýsingarnar á svæðisfulltrúa. 
  4. Gott er að yfirfara skráningar sjálfboðaliða reglulega svo upplýsingar séu sem réttastar. Hafið samband við svæðisfulltrúa eða Helen Símonardóttur, helen@redcross.is eða í síma 570 4017 og hún getur sent upplýsingar úr sjálfboðaliðaskránni.

 

1. Um leið og sjálfboðaliði byrjar í verkefni skal gera við hann sjálfboðaliðasamning. Eftir að þetta hefur verið gert öðlast sjálfboðaliði eftirfarandi:

  • Almenna tryggingu við sjálfboðin störf
  • Skírteini til auðkennis og handbók sjálfboðaliðans

 Athugið að deild getur skapað sér skaðabótaskyldu ef sjálfboðaliði slasast við sjálfboðaliðastörf og í ljós kemur að hann hefur ekki undirritað sjálfboðaliðasamning.

Deildin geymir undirritaða samninginn hjá sér en sendir upplýsingar á svæðisfulltrúa til að skrá rafrænt.

2. Um leið og sjálfboðaliði hefur undirritað samning þarf að taka af honum afrit (skönnun, mynd) og senda á svæðisfulltrúa í tölvupósti sem skráir hann í sjálfboðaliðaskráningarkerfið Salesforce. Þegar samningur er skráður fær sjálfboðaliðinn tölvupóst þar sem hann er boðinn velkominn og nokkrar upplýsingar um Rauða krossinn frá formanni félagsins. Einnig fær hann sent skírteini í hálsbandi og upplýsingarit s í pósti.

 3. Þegar sjálfboðaliði hættir störfum þarf að senda tölvupóst á svæðisfulltrúa eða helen@redcross.is.

 4. Mikilvægt er að skráning sjálfboðaliða sé rétt þannig að skírteini og bréf fari einungis til þeirra sem starfa með félaginu. Hafið samband við svæðisfulltrúa eða Helen Símonardóttur helen@redcross.is eða í síma 570 4017 og hún getur sent upplýsingar úr sjálfboðaliðaskránni sem hægt er að yfirfara.

 Nánari upplýsingar gefur Helen Símonardóttir helen@redcross.is starfsmaður landsskrifstofunnar, sími 570 4017.