Sakavottorð

 

Samkvæmt Barnaverndarreglum Rauða krossinn á Íslandi ber deildum félagsins að sækja um upplýsingar úr sakaskrá vegna allra einstaklinga sem óska eftir að taka þátt í hvers kyns sjálfboðaverkefnum á vegum deilda sem fela í sér starf með börnum og ungmennum. Einnig á þetta við um önnur þau sjálfboðaliðaverkefni sem lúta að starfi með skjólstæðingum.

Rauði krossinn í Reykjavík tekur að sér að óska eftir þessum upplýsingum fyrir deildir ef um starf með börnum og ungmennum. Nánari upplýsingar í Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar í síma 545 0417.

Þess ber að geta að ef sjálfboðaliði er undir 18 ára þarf samþykki foreldris/forráðamanns fyrir umsókninni. 

Heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.