Merking og notkun fatnaðar

Tillaga að fatastefnu - bæklingur

Merkið á fatnaði

Reglur Alþjóða Rauða kross hreyfingarinnar um notkun merkisins á fatnaði eru tiltölulega skýrar. Í 16. grein reglna sem samþykktar voru á Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans árið 1965 segir:

Félagar og starfsmenn landsfélagsins mega nota merkið á fatnaði þegar þeir eru við skyldustörf, og þá venjulega smátt í sniðum.

Utan skyldustarfa mega félagar einungis hafa á sér mjög smátt merki, til dæmis sem nælu eða pinna.

Merkinu skal fylgja nafn landsfélagsins, nema í undantekningartilfellum.

Með þessari grein fylgja þær útskýringar að varðandi fyrstu málsgreinina þá megi merkið vera stórt, einkum ef ætlunin er að auðvelt sé að aðgreina hjálparliða landsfélagsins.

Skyldustörf
Til að ekki fari á milli mála í hvaða tilvikum félagar geta borið boli, flíspeysur, úlpur og annan fatnað merktan Rauða krossi Íslands skal taka fram að óhætt er að túlka hugtakið „skyldustörf” fremur rúmt, þannig að það nái yfir öll – eða að minnsta kosti langflest – þau tilvik sem félagar mæta eða koma saman í nafni eða erindagjörðum Rauða krossins. Þar með eru taldir fundir, æfingar og námskeið.

Mikilvægt er að hver og einn félagi geri sér grein fyrir því að það að ganga um í fatnaði merktum Rauða krossi Íslands leggur honum ákveðnar skyldur á herðar, og einkum þá að hegða sér þannig að félaginu sé sómi af.

Peysan
Athugið að rauði liturinn í peysunni getur upplitað merkið; notið fínþvott við 30 gráður og ekkert mýkingarefni!

Þeir sem vilja fá aukin not af peysunni geta látið spretta upp merkinu á ermi og brjósti og útbúið með frönskum rennulás. Þá getur fólk einfaldlega tekið merkið af peysunni þegar það er ekki á vegum Rauða krossins.