Reglur um heiti og merki Rauða krossins


 1.  Heiti félagsins er Rauði krossinn á Íslandi. Félagar, sjálfboðaliðar og starfsmenn félagsins eru hvattir til þess að tala um „Rauða krossinn“ í daglegu máli, án þess að tilgreina sérstaklega hvaða einingu um er að ræða, nema það skipti sérstaklega máli.
 2. Ef mikilvægt er að tilgreina hvaða einingar um er að ræða (til dæmis ef um samstarf tveggja eða fleiri deilda er að ræða) eru starfsmenn og sjálfboðaliðar hvattir til að tala um Rauða krossinn á viðkomandi stað (t.d. Rauði krossinn í Reykjavík eða Rauði krossinn í Vestmannaeyjum) fremur en að nota formleg deildanöfn.
 3. Heiti félagsins verður áfram hið sama á erlendum tungumálum. Á ensku heitir félagið Icelandic Red Cross, á frönsku Crois-Rouge islandaise og á dönsku Islands Røde Kors. 
 4. Skammstöfun á nafni félagsins á nú alls ekki við og verður ekki notuð í skrifum á vegum Rauða krossins.
 5. Í merki landsfélagsins sem notað er á Íslandi skal nota heitið „Rauði krossinn.“
  1. Aðalmerkið er jafnarma rauður kross og út frá hægri armi krossins er skrifað „Rauði krossinn“. Stafirnir eru jafnháir arminum líkt og nú er.
  2. Fánamerkið er jafnarma rauður kross og undir krossinn er skrifað „Rauði krossinn“. Heitið er jafnlangt hinum láréttu örmum líkt og nú er, en þar sem heitið er styttra eru stafirnir ívið stærri
  3. Hringmerkið er rauður kross en utan um hann eru tveir hringir, líkt og nú er, og á milli þeirra stendur, að ofan, „Rauði krossinn“ og að neðan „Íslandi“
 6. Áfram verða notuð þrenns konar merki, aðalmerki, fánamerki og hringmerki.
 7. Fánamerkið skal notað í auknum mæli á fatnaði og við aðrar merkingar í því skyni að auka sýnileika merkisins.
  1. Aðalmerki verður þannig að nafn svæðisins er skrifað í þágufalli undir heiti félagsins með svipaðri hönnun og nú er notuð. Þannig verður merki Ísafjarðardeildar þannig: „Rauði krossinn“ – og undir er skrifað „Ísafirði“. 
  2. Fánamerkið lýtur sömu lögmálum, þannig að undir merkið er skrifað „Rauði krossinn“, og undir þeirri áletrun er skrifað „Ísafirði“.
  3. Hringmerkið er þannig að að ofanverðu er skrifað „Rauði krossinn“ og að neðan er skrifað „Ísafirði“.
 8. Merki deilda skulu vera eins og merki landsfélagsins en með eftirfarandi breytingum:
Samþykkt á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi
19. maí 2012

Merki félagsins má finna hér.