VERKLAGSREGLUR KJÖRNEFNDAR

Rauði kross Íslands Aðalfundur 2012

Aðalfundur Rauða krossins 19. maí 2012 samþykkir í samræmi við 8. málsgrein 7. greinar laga félagsins eftirfarandi Verklagsreglur fyrir kjörnefnd:


VERKLAGSREGLUR KJÖRNEFNDAR

1. gr.

Kjörnefnd er valin af aðalfundi Rauða krossinns á Íslandi sbr. 8. málsgr. í 7. gr. í lögum félagsins og er skipuð fjórum fulltrúum og tveim til vara.

2. gr.

Kjörnefnd hefur störf í upphafi þess almanaksárs sem aðalfundur Rauða krossins er haldinn. Þegar kjörnefnd hefur störf skal hún senda tilkynningu um það til deilda og auglýsa eftir framboðum til stjórnar- og skoðunarmanna. Jafnframt ber kjörnefnd að auglýsa eftir framboðum á opinberan hátt s.s. á vef félagsins.

3. gr.

Ábyrgð og verkefni kjörnefndar er að undirbúa kosningar stjórnar- og skoðunarmanna Rauða krossins í samræmi við lög félagsins. Kjörnefnd skal skila greinargerð og tillögum um jafnmarga stjórnar- og skoðunarmenn og kjörnir skulu á komandi aðalfundi, eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.

4. gr.

Við ákvörðun um tilnefningar stjórnar- og skoðunarmanna samkvæmt 2. gr. skal eftir því sem við verður komið taka mið af hæfni viðkomandi eintaklinga og meðal annars gæta jafnvægis meðal með tilliti til menntunar, búsetu, aldurs og kynferðis.

5. gr.

Kjörnefnd ber í starfi sínu að fara eftir “National Society Governance Guidelines”, leiðbeiningum frá Alþjóðasambandi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um stjórnir landsfélaga. *

6. gr.

Tillögum um stjórnar- eða skoðunarmenn skal komið á framfæri við kjörnefndarmenn eða með skriflegum hætti til landsskrifstofu.

7. gr.

Kjörnefnd skal ávallt leitast við að ræða við þá einstaklinga sem hún hyggst tilefna sem stjórnar- eða skoðunarmenn áður en hún skilar tillögum sínum. Kjörnefnd skal ennfremur tilkynna fráfarandi stjórnarmanni sem gefið hefur kost á sér til endurkjörs ef nefndin ákveður að tilnefna annan í hans stað. Hafi kjörnefnd borist skriflegar tillögur um stjórnar- eða skoðunarmenn skal þeim svarað með sama hætti.

8. gr.

Kjörnefndarmenn skulu gæta trúnaðar í störfum sínum.

9. gr.

Verklagsreglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 8. mgr. staflið a í 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi sem samþykkt voru á aðalfundi þann 19. maí 2012.

* https://www-secure.ifrc.org/dmis/toolbox/CBF/Tools/english/Governance.pdf