Barnaverndarreglur Rauða krossins

Reglum þessum er ætlað í fyrsta lagi að upplýsa sjálfboðaliða og starfsfólk Rauða krossins um hvað beri að gera ef grunur vaknar um að barn þurfi eða hafi þurft að þola illa meðferð eða ofbeldi. Í öðru lagi er reglunum ætlað að veita upplýsingar um verklag við val sjálfboðaliða og ráðningar starfsmanna Rauða krossins í verkefni og störf  með börnum og ungmennum. Í þriðja lagi er tilgreint hvað ber að gera ef grunur vaknar um að sjálfboðaliði eða starfsmaður Rauða krossins hafi gerst sekur um brot gagnvart barni.

1. gr.
Aldur

Barnaverndarreglur Rauða krossins varða börn upp að 18 ára aldri.

2. gr.
Nokkrar tegundir illrar meðferðar og ofbeldis gagnvart börnum

Leiðbeinandi flokkunarkerfi barnaverndarmála: Vanræksla, ofbeldi (líkamlegt, andlegt og  kynferðislegt), áhættuhegðun barns og heilsu og lífi ófædds barns stefnt í hættu.

3. gr.
Verklag varðandi val í sjálfboðaliða- og launuð störf  með börnum hjá Rauða krossinum

„...Yfirmenn skóla, leikskóla, sumardvalarheimila, íþrótta- og tómstundamiðstöðva og annarra slíkra stofnana eða staða þar sem börn koma saman eða dveljast um legri eða skemmri tíma, eiga rétt til upplýsinga úr sakaskrá um það hvort tiltekinn maður, sem sótt hefur um störf á þeirra vegum, hefur hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr., að fengu samþykki hans.“
Barnaverndarlög nr. 80/2002 36.gr.

Gæta skal sérstakrar aðgæslu þegar einstaklingar koma að störfum með börnum og ungmennum innan Rauða krossins, hvort sem um er að ræða störf sjálfboðaliða eða starfsmanna. Verklagi þessu skal fylgt við allar ráðningar í launuð störf með börnum og ungmennum og að lágmarki við val þeirra sjálfboðaliða sem vinna sem leiðbeinendur og hafa umsjón með öðrum sjálfboðaliðum í barna- og ungmennastarfi.

Metið skal almennt hæfi umsækjenda (sjá fylgiskjal 1 sem dæmi um umsókn sjálfboðaliða og viðtalsupplýsingar). Þegar liggur fyrir hverjir koma til greina í verkefnið/starfið skilar umsækjandi inn sakavottorði.[1]

[1] Það er mikilvægt að biðja um upplýsingar úr sakaskrá um hvort viðkomandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Viðkomandi þarf alltaf að veita heimild fyrir slíku. Ef ekki er beðið um slíkt gefur sakavottorðið einungis upplýsingar um síðustu 5 ár. Jafnframt skal óska eftir að skavottorðið tilgreini um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 á síðastliðnum 5 árum. Umsækjandi getur gefið Rauða krossinum heimild til að fá afhent sakavottorð og sér þá félagið um að nálgast vottorðið. Þegar sjálfboðaliði er beðinn um sakavottorð greiðir Rauði krossinn kostnað vegna þess.

Einungis framkvæmdastjóri Rauða kross deildar og eftir atvikum formaður deildarinnar hafa aðgang að sakavottorðinu.

Umsækjandi skal gefa upplýsingar um nöfn umsagnaraðila (sjá fylgiskjal 2). Marmiðið er að fá mat á hæfni einstaklingsins til að vinna á jákvæðan og áhrifaríkan hátt með börnum. Æskilegt er að umsagnaraðilar hafi séð viðkomandi vinna með börnum eða geti gefið upplýsingar um hæfni viðkomandi (sjá fylgiskjal 3 sem dæmi um spurningar til umsagnaraðila). Slíkt er þó ekki alltaf mögulegt, sérstaklega þegar um er að ræða ungt fólk með takmarkaða starfsreynslu.

4. gr.
Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmenn/sjálfboðaliða  í barna- ungmennastarfi Rauða krossins til barnaverndaryfirvalda

,,Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart”
Barnaverndarlög nr. 80/2002 17.gr.

Lagaskylda, sbr. 17. gr. laga nr. 80/2002 hvílir á sjálfboðaliðum og starfsmönnum Rauða krossins. Tilkynna skal til barnaverndarnefndar um grun, ekki aðeins staðfestar sannanir. Það er síðan barnaverndarnefnd sem metur hvort grunur sé nægilega rökstuddur og tekur ákvörðun um frekari aðgerðir.

Stundum getur verið erfitt að meta hvort um vanrækslu sé að ræða eða ekki og jafnvel getur verið um einhverja tilfinningu. Þá er mikilvægt að fá aðstoð við að skilja hvers vegna grunur hefur vaknað. Í þessum tilvikum er unnt að hringja í viðkomandi barnaverndarnefnd og ræða tilvikið nafnlaust og í framhaldi af því ákveða hvort tilkynna eigi um málið eða ekki,

Æskilegt er að tveir starfsmenn/sjálfboðaliðar sinni verkefnum í barna- og ungmennastarfi.

Tilkynna skal um grun eins fljótt og unnt er. Það verklag skal viðhaft að tilkynnt sé í nafni Rauða krossins. Formaður eða framkvæmdarstjóri viðkomandi Rauða kross deildar tilkynnir til barnaverndarnefndar. Félagið nýtur ekki nafnleyndar sbr. 19. gr. barnaverndarlaganna. Mælt er með því að tilkynningar séu skriflegar en gefist ekki ráðrúm til þess (t.d. við aðkallandi aðstæður) má tilkynna símleiðis (sjá fylgiskjal 4). Landsskrifstofa Rauða krossins skal ætíð upplýst um ef tilkynnt hefur verið um tilvik eða grun um slíkt til barnaverndarnefndar.

Deild getur einnig notið aðstoðar landsskrifstofu Rauða krossins við að koma tilkynningunni áfram.  

Samskipti við foreldra:
Þar sem tilkynningin er formleg og nafn Rauða krossins kemur við sögu skal fulltrúi deildar eða landsskrifstofu láta foreldra vita af tilkynningunni og gera þeim grein fyrir þeirri lagaskyldu sem á Rauða krossinum hvílir um að tilkynna grun um vanrækslu. Þetta á ekki við þegar grunur hefur vaknað um að barn búi við ofbeldi á heimili sínu, hvort heldur sem er líkamlegt eða kynferðislegt. Þá skal hafa beint samband við barnaverndarnefnd án þess að upplýsa foreldra um það.
 

5. grein
Grunsemdir um að sjálfboðaliði eða starfsmaður Rauða krossins hafi gert sig sekan um brot gagnvart barni

Ef grunsemdir vakna um að sjálfboðaliði eða starfsmaður hafi gert sig sekan um brot gagnvart barni skal viðkomandi tafarlaust hætta störfum tímabundið á meðan málið er rannsakað. Málið er tilkynnt til barnaverndarnefndar og/eða lögreglu eftir atvikum. Reynist grunur á rökum reistur skal sjálfboðaliði hætta í verkefnum á vegum félagsins og starfsmanni sagt upp störfum.


 
Fylgiskjal 1
Barna- og ungmennastarf Rauða krossins

Umsókn sjálfboðaliða


Persónulegar upplýsingar
Nafn:___________________________________________   Kennitala:_________________
Heimilisfang:________________________________________________________________
Staður:___________________________________________
Heimasími:___________________________   Vinnusími/gsm: _______________________
Netfang:______________________________ Fæðingardagur og ár: ______/______/______

Störf sjálfboðaliða
Af hverju hefur þú áhuga á að vinna sem sjálfboðaliði með börnum/unglingum?
____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Hefur þú verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum áður?    Já_________    Nei__________
Ef já, þá í hvaða hlutverki varst þú sjálfboðaliði? ___________________________________ ___________________________________________________________________________
Hefur þú reynslu af starfi með börnum/unglingum? ____________________ ___________________________________________________________________________
Hefur þú fengið þjálfun í skyndihjálp?        Já__________        Nei __________
Hefur þú fengið þjálfun í endurlífgun?        Já __________    Nei __________

Forvarnarupplýsingar
Hefur þú einhvern tíma verið handtekinn, ákærður, dæmdur fyrir eða játað á þig glæp; hvort heldur sem minniháttar afbrot eða refsivert athæfi (t.d. eiturlyf, ofbeldi gegn barni, eða annað)?
Já______________    Nei____________
Ef já, vinsamlegast útskýrðu nákvæmlega:
_________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Hefur þú einhver tíma orðið vitni að ofbeldi eða vanrækslu gagnvart barni/unglingi?
Já___________  Nei ___________

Starf Rauða krossins með börnum og ungmennum er einn af hornsteinum félagsins. Starf með börnum og unglingum hefur mikið gildi fyrir hreyfinguna og færir Rauða kross fólki af öllum kynslóðum sameiginlegan vettvang til að vinna að markmiðum félagsins.

Samkvæmt barnaverndarreglum Rauða krossins er hverjum þeim sem eiga samskipti við börn skylt að standa vörð um velferð þeirra og vernda þau gagnvart hverskonar illri meðferð eða ofbeldi. Félagið leitast jafnan við að standa vörð um hagsmuni barna og stuðlar að úrbótum þar sem þeirra er þörf.

Með undirskrift minni votta ég skilning minn á stefnu og gildismati Rauða krossins.. Einnig samþykki ég hér með að ég mun leggja mig fram í umræddu starfi samkvæmt því.


Undirskrift                                Dagsetning


 
Barna- og ungmennastarf Rauða krossins

Viðtalsupplýsingar


Nafn starfsmanns/sjálfboðaliða:________________________________________________
Dagsetning: _________________________        Deild:___________________________
Viðmælandi:  ________________________________________________________________

Merkið við spurningarnar þegar þær eru ræddar við umsækjanda. Bætið við umsögn eins og þykir þurfa.
•    Hversu lengi hefur þú verið félagi í Rauða krossi Íslands? _____________________
•    Hvernig varst þú félagi? (stafsmaður, þáttakandi, sjálfboðaliði)  __________________
•    Hver er ferill þinn hjá Rauða krossinum? ____________________________________
________________________________________________________________________

Segðu mér svolítið um sjálfan þig:
•    Fjölskyldu þína þegar þú varst að alast upp
•    Fjölskylda þín í dag
•    Áhugamál
•    Annað sem þú vilt að komi fram

Segðu mér frá reynslu þinni af starfi með börnum
•    Hvað fannst þér skemmtilegast?
•    Hvað reyndist þér erfitt eða hvað fannst þér leiðinlegt?
•    Hvaða skoðun hefur þú á umbun/aga?
•    Hvað hefur þú fram að færa í starfi með börnum?
•    Hvaða væntingar hefur þú til þessa starfs?

Farið stuttlega yfir upplýsingar um störf Rauða krossins og barnaverndarreglur félagsins
•    Ræðið við umsækjanda um mögulega stöðu/hlutverk hjá félaginu
•    Kynnið umsækjanda næsta skref í ferlinu, hugsanlega þjálfun námskeið o.s.frv.
•    Svarið spurningum umsækjanda

Aðrar athugasemdir: _________________________________________________________
 
Fylgiskjal 2
Barna- og ungmennastarf Rauða krossins


Umsagnaraðilar

Vinsamlegast gefið upp nöfn á tveimur persónulegum umsagnaraðilum (ekki ættingi eða maki). Ef þú hefur áður starfað með börnum, tilgreindu þá umsagnaraðila sem hafa séð þig við þannig störf.


Nafn starfsmanns/sjálfboðaliða:________________________________________________

Nafn: ________________________________________  Netfang: _____________________
Heimilisfang: _______________________________________________________________
Staður: _____________________________________________________________________
Tengsl/samband: _____________________________________________________________
Hversu lengi hefur þú þekkt umsagnaraðila?_______________________________________

Nafn: ________________________________________  Netfang: _____________________
Heimilisfang: _______________________________________________________________
Staður: _____________________________________________________________________
Tengsl/samband: _____________________________________________________________
Hversu lengi hefur þú þekkt umsagnaraðila?_______________________________________
 

Fylgiskjal 3
Barna- og ungmennastarf Rauða krossins

Mögulegar spurningar til umsagnaraðila


Nafn sjálfboðaliða/starfsmanns: _________________________________________________
Nafn umsagnaraðila: ____________________________ Sími: __________________________

Hvernig og hversu vel þekkir þú hana/hann?

Hversu lengi hefur þú þekkt hann/hana?

Hvernig myndir þú lýsa henni/honum?

Hvernig myndir þú lýsa möguleikum hans/hennar á að ná (höfða) til barna/unglinga? En fullorðinna?

Hvernig myndi þér líða með að hún/hann bæri ábyrgð á þínu barni sem stafsmaður/sjálfboðaliði?

Eru einhverjar aðrar athugasemdir eða ábendingar varðandi hann/hana sem þú vilt segja Rauða krossinum frá?

Nafn þess sem leitaði umsagnarinnar:


Undirskrift                                Dagsetning

 
Fylgiskjal 4
Barna- og ungmennastarfi Rauða krossins

Tilkynning um brot gagnvart barni1.    Nafn stafsmanns eða sjálfboðaliða sem tilkynnir grun: __________________________________
2.    Nafn þolanda:__________________________________________________________
3.    Aldur og fæðingardagur þolanda: _________________________________________________
4.    Dagsetning/staður þar sem fyrst var rætt við þolanda: _____________________________________________________________________
5.    Frásögn þolanda (verið eins nákvæm og mögulegt er):

6.    Nafn einstaklings grunaður/grunuð um ofbeldi og/eða vanrækslu gagnvart barni: _______________________________
7.    Samband geranda við þolanda (stafsmaður, sjálfboðaliði, fjölskylda, annað): _____________________________________________________________________
8.    Tilkynnt var til (gefið nafn): ______________________________________________
9.    Dagsetning og tími tilkynningu:___________________________________________
10.    Hringt í foreldra/forsjáraðila barnsins (aðeins ef grunur er um vanrækslu): ______________________________________
Dagsetning/tími: ________________________________________________________
Forsjáraðili sem talað var við: ____________________________________________________________
Það helsta sem fram kom í samtalinu:


11.    Annað: