Reglur um ársreikninga, ársskýrslur og skýrsluskil deilda

- samþykktar af stjórn 10. desember 2020 –

Reglunar má finna hér í pdf-útgáfu


Reglur um ársreikninga, ársskýrslur og skýrsluskil deilda
- samþykktar af stjórn 10. desember 2020 –

Eftirfarandi reglur eru settar í samræmi við ákvæði laga Rauða krossins á Íslandi. Reglurnar gilda annars vegar um framsetningu reikningsskila deilda skv. 2. mgr. 17. gr. laganna og hins vegar um færslu, framsetningu og endurskoðun ársreikninga deilda og um skýrslugerð deilda og deildaráða til landsskrifstofu skv. 5. mgr. 23. gr.laganna.

1. gr. Ársreikningar

Ársreikningur deildar skal gefa glögga mynd af starfsemi hennar, þannig að lesandi reikningsins sjái með skýrum hætti hvernig tekjum og eignumdeildarinnar hefur verið varið á reikningsárinu.

 1. Í rekstrarreikningi skal sýna helstu tekjuliði, svo sem kassatekjur, fjármunatekjur og styrki. Séu tekjur af einstökum lið meiri en 10 m.kr. er skylt að sýna þann tekjulið sérstaklega í ársreikningi.
 2. Í rekstrarreikningi skal sýna helstu kostnaðarliði, svo sem kostnað við almennan rekstur og kostnað við helstu verkefni deildarinnar. Sýna skal kostnað við áhersluverkefni félagsins (skv. samþykkt aðalfundar) og þrjú stærstu verkefnin fyrir utan þau (sé um slík verkefni að ræða). Séu útgjöld einstakra annarra verkefna (þ.e. annarra en áhersluverkefna og þriggja stærstu þar fyrir utan) hærri en 10 m.kr. er skylt að sýna kostnað við þau verkefni sérstaklega í ársreikningi.
 3. Launakostnaður skal færður á verkefni þegar ljóst er að hann tilheyrir því verkefni alveg eða að hluta til. Launakostnaður skal einungis færður áalmennan kostnað við starf deildar þegar ekki á við að færa hann á verkefni og þegar um er að ræða laun vegna almennrar stjórnunar eða rekstrar deildarinnar. Sýna skal heildarlaunakostnað deildar, annað hvort í rekstrarreikningi eða í skýringu í ársreikningi.
 4. Fyrir verkefni sem fela í sér fjáröflun með sölu á varningi skal bókaður heildarkostnaður á verkefnið vera að hámarki 50% af tekjum verkefnis sbr. reglur félagsins um fjáröflun.
 5. Í efnahagsreikningi skal gera grein fyrir eignum, svo sem bankainnistæðum, verðbréfum og fasteignum. Í tölu yfir banka innistæður í efnahagsreikningi skulu koma fram allar bankainnistæður sem skráðar eru á kennitölu deildar.
 6. Í efnahagsreikningi skal sýna sérstaklega eigið fé og sömuleiðis skuldir, séu þær til staðar.
 7. Deildaráð gerir ekki ársreikning heldur koma tekjur og gjöld verkefna þess fram í ársreikningum þeirra deilda sem mynda deildaráðið. Deildirnar skipta kostnaði/tekjum vegna tiltekins verkefnis á milli sín og hver deild sýnir einungis sinn hlut í ársreikningi sínu.
 8. Með tilvísun í 3. mgr. 17. gr. laga félagsins skulu fjárhæðarmörk vegna endurskoðunar deilda vera sem hér segir:

  a) Ársreikningar deilda með tekjur yfir 50 milljónir króna skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda Rauða krossins á Íslandi og skoðunarmönnum viðkomandi deildar.

  b) Ársreikningar deilda með tekjur á bilinu 10-50 milljónir skulu yfirfarnir og uppsettir af endurskoðanda félagsins í svokölluðu óendurskoðuðu uppgjöri og endurskoðaðar af skoðunarmönnum viðkomandi deildar.

  c) Ársreikningar deilda með tekjur undir 10 milljónum skulu endurskoðaðir af skoðunarmönnum viðkomandi deildar.

Sé skoðunarmaður löggiltur endurskoðandi nægir að hafa einn skoðunarmann skv. a.-c. liðum hér að ofan.

Verði breyting á tekjum deildar sem hefur þau áhrif að deild færist niður á milli liða hér að ofan skal einungis gera breytingu á endurskoðunarkröfum ef líklegt er talið að breytingin muni vara í að minnsta kosti 2-3 ár.

2 gr. Ársskýrsla

Ársskýrsla er lýsing á starfsemi deildar á liðnu ári. Tilgangur ársskýrslu er að veita innsýn í starf deildarinnar, einskonar uppgjör á framkvæmdaáætlun með tölulegum upplýsingum um lykilstarfsemi deildarinnar. Ársskýrslan skiptist í tvo hluta, annars vegar skýrslu stjórnar og hins vegar uppgjör á verkefnum.

1. Skýrsla stjórnar
Skýrsla stjórnar flutt munnlega á aðalfundi deildarinnar.

Í skýrslu stjórnar skal eftirfarandi koma fram:
          a. Fjöldi félaga í deild.
          b. Fjöldi sjálfboðaliða með sjálfboðaliðasamning í hverjum verkefnaflokki.
          c. Fjöldi stjórnarfunda á árinu.
          d. Stöðugildi og fjöldi starfsmanna.
          e. Fjöldi námskeiða fyrir sjálfboðaliða, fjöldi þátttakenda og tegund námskeiða (t.d. heimsóknavinanámskeið, inngangur að neyðarvörnum o.s.frv.).
          f. Fjöldi neyðarútkalla, fjöldi þátttakenda í aðgerðum og eðli atburða.

2. Uppgjör á verkefnum
Gera skal grein fyrir niðurstöðum allra verkefna deildarinnar þar sem fram kemur:
          a. Hvað var gert.
          b. Fjöldi sjálfboðaliða í verkefninu.
          c. Fjöldi notenda/skjólstæðinga/þjónustuþega.
          d. Raunkostnaður verkefnis út frá ársreikningi

3. Skýrslu stjórnar skal skilað í textaskjali til landsskrifstofu í síðasta lagi daginn sem aðalfundur deildarinn er haldinn.

3. gr. Önnur skilaskylda deilda

Deildir skulu skila eftirtöldum gögnum:

1. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun
Framkvæmda- og fjárhagsáætlun skal skilað skv. 1. mgr. 17. gr. laga Rauða krossinstil landsskrifstofu fyrir 15. nóvember ár hvert á þar til gert form með aðstoð fulltrúa landsskrifstofu og/eða deildarstarfsmanna

2. Að aðalfundi loknum
          a. Fundargerð aðalfundar er send landsskrifstofu.

          b. Tilkynning um nýja stjórn:
                  - Senda upplýsingar til Fyrirtækjaskrár Skattsins með upplýsingum um stjórnarfólk deildarinnar.
                  - Senda skal upplýsingar um nýtt stjórnarfólk deildarinnar til landsskrifstofu
                     þar sem m.a. kemur fram fullt nafn og kennitala stjórnarmanna, varamanna og skoðunarmanna
                     ásamt kjörtíma. Nýir sjálfboðaliðar í stjórn (sem ekki eiga gildan samning fyrir) þurfa að skrifa 
                     undir sjálfboðaliðasamning við deildina hið fyrsta og afrit af slíkum samningi sent á
                     landsskrifstofu ef deild hefur ekki aðgang að skráningarkerfi félagsins.

          c. Ársreikningur er undirritaður af stjórn og skoðunarmönnum, skal sendur landsskrifstofu eigi síðar
              en 15. mars.