Sala á skyndihjálpartöskum

Deildir geta selt skyndihjálpartöskur í fjáröflunarskyni fyrir deildina. 

Deildin þarf að panta töskur sjálf í gegnum byrgjann og greiða reikninginn. 

Mikilvægt er að verð á tösku sé það sama eða mjög svipað og selt er á vef Rauða krossins. 

Upplýsingar um byrgja má fá hjá [email protected], hjá svæðisfulltrúa eða hjá öðru starfsfólki deildaþjónustunnar.