Leiðbeiningar um framkvæmd námskeiða

Að ýmsu er að huga við undirbúning og framkvæmd námskeiða.

(Ath. það gætu verið hlekkir sem ekki er hægt að opna nema fyrir þá sem eru með aðgang að lokuðum síðum. Endilega hafa samband við Rauða krossinn [email protected]  ef frekari skýringar vantar)

UNDIRBÚNINGUR

1. Ákveða hvers konar námskeið á að halda, hvar, fyrir hverja (almenning eða fyrirtæki), hvenær og hversu langt það á að vera. Yfirlit yfir skyndihjálparnámskeið má finna hér.  

 • Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði er 15 manns.
 • Leiðbeinandi þarf að vera með fullgild réttindi svo að þátttakendur geti fengið viðurkenningu frá Rauða krossinum. Ef um námskeiðið Börn og umhverfi er að ræða á þessi regla ekki við.
 • Námskeiðin Börn og umhverfi, Slys og veikindi barna og skyndihjálparnámskeið á ensku og pólsku eru einungis í boði hjá Rauða krossinum. Sjálfstætt starfandi leiðbeinendum er ekki heimilt að bjóða upp á slík námskeið eða nota námsefni frá Rauða krossinum.
   

 2.    Fá til samstarfs leiðbeinanda með fullgild réttindi. Yfirlit yfir leiðbeinendur eftir landshlutum er sent árlega til allra deilda, einnig er hægt að fá hjá svæðisfulltrúum og á [email protected].  

 • Ef um námskeiðið Börn og umhverfi er að ræða þarf að fá til samstarfs leiðbeinendur sem eru menntaðir leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Námskeiðið er tvískipt og leiðbeinendur skipti kennslunni á milli sín til helminga.
 • Ef ekki finnst einstaklingur sem uppfyllir kröfur um réttindi veita starfsmenn landsskrifstofu aðstoð.
 •  Áður en námskeið hefst þarf að semja við leiðbeinendur um laun sem hann fær greidd (t.d. ef um sérstakan undirbúning er að ræða, akstur eða annan útlagðan kostnað sem þarf að semja um og fellur á deildina). Einnig skal ræða um þætti sem eru á ábyrgð leiðbeinanda, s.s. skipulag á kennslustað, hver útvegar skráningarblöð og skráir þátttakendur á námskeiðinu inn á skráningarvef námskeiða.
 • Leiðbeinandi verðskrá yfir greiðslur til leiðbeinenda er gefið út árleg og sent stjórnum. Svæðisfulltrúar hafa einnig þessar upplýsingar og hægt er að senda fyrirspurn á [email protected].  

 3.    Verðlagning námskeiða. 

 • Laun leiðbeinanda, skírteini þátttakenda, kennslubækur/bæklingar og brúðuleiga eru hluti af verði námskeiða. Í sumum tilfellum getur átt við að rukka sérstaklega fyrir undirbúning námskeiðs, akstur, tækjaleigu, húsnæði eða annan útlagðan kostnað, s.s. veitingar og slíkt.
 • Leiðbeinendur sem starfa sjálfstætt bera ávallt ábyrgð á því að verðleggja sín námskeið og Rauði krossinn leggur ekki línur varðandi þá verðlagningu. 
 • Leiðbeinandi verðskrá námskeiða er gefið út árleg og sent stjórnum. Svæðisfulltrúar hafa einnig þessar upplýsingar og hægt er að senda fyrirspurn á [email protected].  

4.    Auglýsa námskeið. Dæmi um auglýsingu fyrir námskeið má nálgast hér.

 • Ef námskeið er opið almenningi þarf deildin að auglýsa námskeiðið á skyndihjalp.is í gegnum Salesforce og raudikrossinn.is. Ef deildin er ekki með aðgang að Salesforce né vefkerfinu verið í sambandi við svæðisfulltrúa eða í tölvupósti á [email protected].

5.    Útvega kennslugögn og önnur gögn eftir því sem við á, s.s. kennslubækur, kennslubrúður, bækling og skráningarblöð. Upplýsingar um fræðsluefni má finna hér.

 • Deildir sjá alla jafnan um að útvega kennslugögn nema ef um annað er samið við leiðbeinanda.
 • Deildir hafa aðgang að „ólæstum“ kennsluglærum í skyndihjálp (íslensku, ensku og pólsku) einnig glærum fyrir sérstök fyrirtækjanámskeið og námskeiðið Slys og veikindi barna. Deildum er heimilt að dreifa þessum glærum til sinna leiðbeinenda. Verkefnisstjóri skyndihjálpar sér um að veita aðgang að ólæstum eða sérhæfðum kennsluglærum sendið fyrirspurn á  [email protected].
 • Kennslugögn er hægt að panta á landsskrifstofu. Athugið að kennslugögn eru ódýrari fyrir deildir en almenning. 
 • Hér er yfirlit yfir söluaðila ýmissa kennslugagna s.s. kennslubrúða og hjartastuðtækja. 

NÁMSKEIÐAHALD OG FRÁGANGUR

6.    Nauðsynlegt er að skrá námskeið og þátttakendur í Salesforce skráningarkerfið. Hér má nálgast skráningablað.

 • Námskeið eru skráð bæði inn á skyndihjalp.is og raudikrossinn.is. Skráningin á skyndihjalp.is fer fram í gegnum Salesforce. Þar er einnig sett inn verð á námskeiði sem er stillt við greiðslusíðu Valitor. Þeir sem skrá sig á námskeiðið þurfa að greiða fyrirfram. Bókhald landsskrifstofu bókar greiðslurnar svo þær skili sér á rétta staði en deildin getur fylgst með því í Salesforce hvort greitt hefur verið.
 • Þær deildir sem eru ekki með aðgang að Salesforce hafi samband við svæðisfulltrúa sína eða  [email protected], til að auglýsingar birtist á vefsíðunum.
 • Eftir námskeið þarf að fara yfir skráningar þátttakenda. Ef einhverjir forskráðir mættu ekki þarf að eyða þeim út. Ef þeir hafa greitt þarf að gera ráðstafanir varðandi það, samkvæmt verklagsreglum deildar.
 • Ef námskeiðið er haldið fyrir fyrirtæki og deildin hefur ekki aðgang að Salesforce þá þarf leiðbeinandinn á námskeiðinu að sjá um skráningu  þátttakenda eða biðja landskrifstofa félagsins að sjá um skráninguna [email protected].
 • Einungis leiðbeinendur með gild réttindi geta komist inn á skráningarvef námskeiða. Hér er slóð á skráningarvefinn.
 • Ef um námskeiðið Börn og umhverfi er að ræða hafið samband við [email protected]

7.    Taka á móti þátttökugjöldum á námskeiði (ef þátttaka var ekki greidd í gegnum Valitor) eða senda út rukkun til fyrirtækis ef við á.

8.    Afhenda þátttakendum skírteini. Landsskrifstofan sér um að útbúa skírteini og senda þau á deildir. Hér má sjá mynd af skírteini.

 • Skírteini eru gjaldfærð af reikningi deilda.
 • Þegar námskeið er skráð á skráningarvef námskeiða eða í Salesforce  þarf að merkja við ef gefa á út skírteini. 

9.    Laun leiðbeinanda.

 • Leiðbeinandi verðskrá yfir greiðslur til leiðbeinenda er gefið út árleg og sent stjórnum. Svæðisfulltrúar hafa einnig þessar upplýsingar og hægt er að senda fyrirspurn á skyndi[email protected].  

10.    Annar frágangur s.s. þrif kennslubrúðum. Upplýsingar um þrif á kennslubrúðum má finna hér.

Nánar um skyndihjálp