Sýnishorn af auglýsingum

Sýnishorn af auglýsingu í Word sem hægt er að breyta og bæta
Sýnishorn af bréfi sem hægt er að senda til fyrirtækja
 
GETUR ÞÚ HJÁLPAÐ ÞEGAR Á REYNIR?

Vissir þú að oftast eru það vinir eða ættingjar sem fyrstir koma á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega? Stutt skyndihjálparnámskeið getur gert þér kleyft að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli.

Markmið námskeiðsins eru; að þátttakendur geri sér grein fyrir því hversu mikilvæg kunnátta í skyndihjálp er; viti í hvaða tilfellum nauðsynlegt er að hringja í 112 og öðlist grunnfærni í að sinna neyðartilfellum s.s. slysum, bráðum veikindum eða öðrum viðlíka uppákomum þar til sérhæfð aðstoð berst.

Útbreiðsla skyndihjálparþekkingar hefur verið eitt af meginverkefnum Rauða kross Íslands í meira en 80 ár og á hverju ári sækja um 5000 manns skyndihjálparnámskeið á hans vegum.

Nánari upplýsingar um skyndihjálparnámskeið veitir XXX

Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Vissir þú að oftast eru það vinir eða ættingjar sem fyrstir koma á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega?

Hvað gerist ef þú slasast eða veikist og ert sá eini sem kannt að bregðast rétt við? Viltu senda vini þínum frekari upplýsingar?

Stutt skyndihjálparnámskeið getur gert þér kleyft að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli.

Rauði krossinn býður upp á stutt og hnitmiðuð 4 klukkustunda skyndihjálparnámskeið sem er ætlað öllum þeim sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Ef þeir sem eru viðstaddir þegar einhver fær áfall, eru þjálfaðir í endurlífgun og reyna endurlífgun er ekki ólíklegt að auka megi lifun í um 50%.

Vissir þú að á hverju ári fá um 250 manns hjartaáfall á Íslandi og að einungis tekst að endurlífga fólk í um 5% tilfella ef hjartastoppið á sér stað utan spítala.  Viðbrögð þín geta skipt miklu máli.

 
Vilt þú fara á námskeið í skyndihjálp?
Viltu auka öryggi á vinnustað?


Rauði krossinn býður upp á vönduð og gagnleg námskeið í skyndihjálp. Námskeiðin eru mismunandi og sniðin að þörfum einstaklinga, hópa og fyrirtækja. Námskeiðin eru allt frá 4 og upp í 24 kennslustundir. Hvort sem þú ert að vinna með börnum, vilt fá þjálfun fyrir starfsmenn þína,  starfar að öryggismálum eða vilt einfaldlega geta komið öðrum til bjargar, þá höfum við námskeið handa þér.

Fyrirtæki sem vilja frekari upplýsingar um námskeið geta senda fyrirspurnir á [email protected]

Almenningur skal hafa samband við Rauða kross deildina í sínu sveitarfélagi eða landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9, 103 Rvk, s. 570 4000.