Verkefni í nærsamfélaginu
Faglegt starf deilda á sínu starfssvæði
Deildir Rauða krossins á Íslandi vinna að markmiðum og verkefnum félagsins á starfssvæði sínu, um allt Ísland, í samræmi við verkefni Rauða krossins, sbr. 3. gr. Hver deild skal reglulega vinna þarfagreiningu á starfssvæði sínu og haga vinnu sinni samkvæmt niðurstöðum hennar með hliðsjón af stefnu félagsins. Að mörgu er að huga í vel starfandi deild.
Efnisyfirlit síðunnar er eftirfarandi:
- Stjórnarstörf. Þar er að finna gátlista fyrir formenn, ritara og gjaldkera deildarstjórna auk handbókar fyrir gjaldkera og yfirlit yfir mikilvægar skiladagsetningar.
- Stefnumiðuð verkefnastjórnun. Þar er að finna allt sem tengist ábyrgri, faglegri og stefnumiðaðri verkefnastjórnun. Frá upphafi verkefna til loka þeirra, auk helstu áherslna til 2030.
- Sjálfboðaliðastjórnun. Þar er að finna allt er tengist hefðbundinni sjálfboðaliðastjórnun auk nauðsynlegra eyðublaða.