Skyndihjálpartöskur

27.5.2016

Kæri formaður

Nú eru komnar í sölu nýjar skyndihjálpartöskur. Þær eru ekki mikið breyttar frá fyrra útliti en þó smávægileg breyting. Stærsta breytingin sem er sú að í stað þess að panta töskur frá Landsskrifstofu hefur dreifingarfyrirtækið Parlogis tekið að sér að taka við pöntunum, senda vöru og reikning fyrir innkaupum. Þeir fjármagna allt utanumhald og geymslu fyrir okkur gegn vægu gjaldi. Þetta eru sérfræðingar í þessum efnum og geri ég ráð fyrir að þjónustan við deildir muni taka stakkaskiptum hvað þetta varðar.

Einnig höfum við ákveðið að lækka verðin til deilda. Nú verður verð per tösku 3.429 krónur fyrir utan vsk. Með vsk er það 4.251 króna. Núgildandi gjaldskrá Parlogis til kaupenda á landsbyggðinni er þannig að pantanir undir 25.000 taka á sig afgreiðslugjald að upphæð 2.160 en sé pöntunin hærri en 25.000 þá bætist aðeins við sendingagjald að upphæð kr. 880. Það er því betra að panta meira og selja meira til að sleppa við þetta gjald.

Pantanir munu fara fram á netfangið sala@parlogis.is og er búið að stofna allar deildir sem viðskiptamenn hjá Parlogis. Eingöngu þarf að gefa upp kennitölu og vörunúmer 11000005 ásamt fjölda og svo framvegis.

 Vona að þetta geti orðið góð fjáröflunarleið fyrir deildir og að við getum komið skyndihjálpartöskur inn á öll heimili.  Útsöluverð verður 8.990 krónur sem Landsskrifstofa mun koma til með að selja töskurnar á. Mælumst til þess að deildir haldi sig á svipuðum slóðum með verð.

 Með kveðju
Haukur Logi Jóhannsson
Verkefnisstjóri
haukurlogi@redcross.is