Sjálfboðaliðaþing 6. maí 2017

16.2.2017

 

Laugardaginn 6. maí verður blásið til sjálfboðaliðaþings Rauða krossins á Íslandi.
Þar verða verkefni deilda höfð í fyrirrúmi.
Fyrirkomulagið verður opið og frjálslegt þar sem þátttakendur geta kynnt sér ýmis verkefni. Deildir eru hvattar til að setja sig í samband við landsskrifstofu ef að þær hafa sérstakar óskir fram að færa varðandi umfjöllunarefni. Gaman væri að fá kynningu á nýjungum í verkefnum.
Tillögur berist til Guðnýjar H. Björnsdóttur eigi síðar en 15. mars  á netfangið gudnybj@redcross.is. Dagskrá verður send út í framhaldinu.

Leitað verður til deilda varðandi framkvæmd og uppsetningu verkefnakynninganna.
Allt verður gert til að hafa samkomuna á léttum nótum og að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi.

 Með ósk um að sem flestir sjálfboðaliðar sjái sér fært að mæta.