Leiðbeiningar um framkvæmd stefnu

7.2.2012

Kæri formaður.

Meðfylgjandi eru drög að leiðbeiningum um framkvæmd stefnu félagsins sem síðasti aðalfundur félagsins fól stjórn að útbúa í samráði við deildir. Stjórn félagsins hefur fjallað um þessi fyrstu drög og eru þau nú send deildum til athugasemda og ábendinga. Óskað er eftir að deildir fjalli um drögin og komi með tillögur að breytingum eftir því sem þurfa þykir.

Leiðbeiningarnar eru hugsaðar sem hnitmiðaður rammi utan um framkvæmd stefnu félagsins af hálfu deilda. Önnur skjöl til viðbótar munu styðja enn frekar við nánari framkvæmd einstakra þátta, s.s. við gerð staðbundinnar könnunar/þarfagreiningar.

Ábendingar og tillögur um breytingar varðandi drögin óskast sendar til Fanneyjar Karlsdóttur, sviðsstjóra félagssviðs, eigi síðar en 15. mars nk. á fanney@redcross.is. Einnig er velkomið að hafa samband við Fanneyju símleiðis (sími 570 4053) með spurningar sem kunna að vakna um innihaldið og ábendingar.

Leiðbeiningar um framkvæmd stefnu

Með bestu kveðju,
Kristján
________________________________
Kristján Sturluson
framkvæmdastjóri / Secretary General
Rauði kross Íslands / Icelandic Red Cross