Samþykkt stjórnar vegna einstaklingsaðstoðar deilda

26.10.2011

Ágæti formaður

Síðastliðin tvö ár hefur verið safnað framlögum frá fyrirtækjum vegna einstaklingsaðstoðar deilda (jólaaðstoð) í desember. Á fundi stjórnar Rauða krossins þann 14. október sl. var ákveðið að ekki yrði farið í slíka söfnun í ár. Var eftirfarandi samþykkt gerð á fundinum:


„Stjórn samþykkti að ekki yrði farið út í miðlæga fjáröflun meðal fyrirtækja í ár og beindi þeim tilmælum til deilda að reglur um einstaklingsaðstoð verði notaðar við úthlutun.“

Reglur um einstaklingsaðstoð sem samþykktar voru af stjórn í maí á þessu ári, fylgja hér með. Rétt er að benda sérstaklega á 2. gr. reglnanna þar sem kveðið er á um nauðsyn þess að Rauði krossinn vinni faglega að mati á þörf fyrir aðstoð og að farið sé eftir skýrum reglum og hlutlægni gætt í hvívetna.

Reglur

Með bestu kveðjum,

Kristján Sturluson