Nýr skráningarvefur fyrir námskeið í skyndihjálp

18.12.2014

Kæru formenn og fulltrúar deilda

Við erum að taka í notkun rafrænt skráningakerfi skyndihjálparnámskeiða. Leiðbeinendur í skyndihjálp geta nú sjálfir skráð námskeið og þátttakendur á þeim í gagnagrunn Rauða krossins og hvort þátttakendur eiga að fá skírteini eða ekki. Um leið og skráning námskeiðs er frágengin fer tölvupóstur til skráðra þátttakenda þar sem þeir eru beðnir um að fylla út rafrænt matsblað. Tilkynning berst afgreiðslunni í Efstaleiti um hvert á að senda skírteini og hver greiðir þau.

Ætlast er til að skráning námskeiða fari fram áður en 14 dagar eru liðnir frá námskeiðslokum. Ástæðurnar fyrir því eru einkum eftirtaldar:
o   Margir óska eftir því að fá skírteini í lok skyndihjálparnámskeiðs og best er að geta gefið út skírteini sem fyrst.
o   Það dregur mjög úr líkunum á því að matsblöðum verði svarað ef langt líður frá námskeiðslokum.

Hagur leiðbeinenda:
•    Með því að skrá í gagnagrunn Rauða krossins geta leiðbeinendur haldið gott yfirlit yfir öll kennd námskeið.
•    Séð til þess að allir þátttakendur geti nálgast upplýsingar um það hvenær þeir sóttu námskeið. Hægt að sjá upplýsingarnar á sjálfboðaliðavef – yfirlitið mitt efsti vinstra megin.
•    Minnkað pappírsnotkun með því að hafa matið á gæðum námskeiða rafrænt og niðurstöður þess ávalt aðgengilegar.
•    Sparað tíma og peninga og sleppt því að fara með skráningalistana og matsblöðin á pósthúsið og borga fyrir bréfið.
 
Athugið að deildir sem skrá námskeiðin sín beint í salesforce og auglýsa á skyndihjalp.is, geta nýtt sér rafrænt matsblað fyrir þátttakendur og einnig pöntun á skírteinum. Nánari upplýsingar um þá framkvæmd í öðrum tölvupósti til þeirra deilda sem hafa aðgang að kerfinu.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurning varðandi vefinn endilega hafið samband við Ingibjörgu (imma@redcross.is) eða undirritaða.

P.s. læt af gamni fylgja með leiðbeiningar um notkun á skráningavefnum fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur.

Kær kveðja

Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnisstjóri skyndihjálpar