Fatasöfnun til neyðaraðstoðar.

28.11.2014

Ágætu formenn og aðrir Rauða kross félagar

Erindi: Fatasöfnun til neyðaraðstoðar.
Ætlunin er að safna vetrarfatnaði og vetrarskóm fyrir flóttafólk í Úkraínu, sem flúið hefur til Hvíta Rússlands. Vörurnar eru fyrir alla aldurshópa og bæði kynin.  Teppi eru einnig vel þegin. Stefnt er að því að senda út fatagám um miðjan desember og því þarf að bregðast skjótt við.
Það eru einnig vinsamleg tilmæli til ykkar að senda barnapakka sem eru tilbúnir, prjónavörur og vetrarfatnað af lager til Fatasöfnunar Rauða krossins í Skútuvogi og merkja greinilega „Úkraína“.
Söfnunin verður auglýst í næstu viku á rásum RÚV og Bylgjunnar. Beðið er um að koma hlýjum fatnaði og skóm í Skútuvoginn eða í pokum merktum Úkraínu  til Sorpu, í Rauða kross gáma eða grenndargáma.
Með bestu kveðju,
Helga G. Halldórsdóttir