Skólaheimsóknir - gögn

6.5.2014

Sæl öll sömul og gleðilegt sumar!

Nú er skólakynningin og allt efni sem henni fylgir tilbúið. Til að nálgast það farið þið inn á slóðina:

aðgangsorð og lykilorð eru tvisvar: redcross

ftp://ftp.redcross.is/Skolaheimsoknir%20-%20deildir/

Efnið fyrir skólakynningarnar sem þið finnið þar er eftirfarandi:

1. Kennsluglærur og kennsluleiðbeiningar.

· Um er að ræða þrjár gerðir af kennsluglærum, fyrir mismunandi aldurshópa.

o Yngsta stig: 6-9 ára
o Miðstig: 10-12 ára
o Elsta stig: 13-16 ára

o Deildum er frjálst að velja hvaða glærur eru notaðar á hverjum tíma, ef miðstig og elsta stig eru til dæmis saman í kynningu velur leiðbeinandi það sem hann/hún telur henta best.

o Ef tæknilegir örðugleikar koma upp varðandi powerpoint glærurnar, eru einnig PDF skjöl af kennsluglærunum, ef þess þarf.

2. Þrjú myndbönd. Tvö þeirra á að sýna í skólakynningunni.

· App kennsla - Kynning á notkun skyndihjálparappsins.
· Teiknimyndin - sem inniheldur Skyndihjálparlagið.

· Skyndihjálparmynd – var gerð fyrir 112 daginn*

3. Excel skjöl fyrir hvern landshluta sem aðstoða við skipulagningu og framkvæmd.
4. Hagnýtar upplýsingar fyrir deildir og leiðbeinendur um nauðsynlegan undirbúning fyrir skólaheimsóknirnar.
5. Bréf frá framkvæmdastjóra Rauða krossins sem sjálfboðaliðar geta farið með til atvinnurekenda sem útskýrir verkefnið og tilgang þess.

*Myndband um skyndihjálp sem útbúið var fyrir 112 daginn, þegar skyndihjálparmaður ársins var útnefndur. Það er góð kynning á skyndihjálp og mikilvægi hennar. Það má gjarnan nota í skólakynningunni ef tími gefst en einnig hvetjum við deildir til þess að nota það óspart við önnur tækifæri, við kynningar hjá félagasamtökum eða hvers lags samkomum.

Við minnum deildir á að hafa samband við afgreiðslu, Landskrifstofu, Janice eða Hauk Loga, til þess að panta veggspjöldin sem færa á grunnskólunum að gjöf frá Rauða krossinum. Einnig minni ég ykkur á að hafa samband við Hauk Loga þegar heimsóknum er lokið svo hann geti uppfært Íslandskortið og merkt inn þá skóla, með rauðum punkti, sem hafa verið heimsóttir.

Hlakka til að heyra frá ykkur þegar þetta er komið í framkvæmd! Þetta er stórt og flott verkefni sem við getum öll verið stolt af. Við stefnum á að vera búin með heimsóknirnar í lok október. Vonandi tekst okkur að fylla Íslandskortið á skyndihjalp.is af Rauðum fallegum punktum fyrir jólin!   

Þórunn Lárusdóttir.