Kjörnefnd fyrir ungmennaráð

26.3.2014

Ágæti formaður,

Vinsamlega komið eftirfarandi skilaboðum til ungs fólks á aldrinum 16 til 30 ára sem eru félagar í Rauða krossinum á Íslandi á ykkar svæði.
Á komandi ungmennaþingi Ungmennahreyfingar Rauða krossins á Íslandi, URKÍ, þann 12. apríl næst komandi, verður kosið um þrjú sæti í ungmennaráði til eins árs. Hvetjum við alla sem áhuga hafa á að bjóða sig fram og eða mæta til fundarins.

Ungmennaráð Rauða krossins á Íslandi er málsvari og gætir hagsmuna ungs fólks í félaginu. URKÍ sendir tillögur sínar til ráðsins sem tekur þær til afgreiðslu. Formaður URKÍ fundar með stjórn a.m.k. tvisvar á ári.

Á þessu má sjá að starf Ungmennaráðs URKÍ er mikilvægt í að móta og vinna að málum ungs fólks innan Rauða krossins og er ráðgefandi um málefni þess í Rauða krossinum á Íslandi.

Því er það mikilvægt að gott fólk veljist til starfa og geti gefið sér tíma og hafi áhuga á að starfa með skemmtilegu og hressu fólki að þessu mikilvæga málefni

Tilkynningar um framboð má senda til kjörnefndar á netfangið kjornefnd.urki@gmail.com fyrir 1. apríl 2014.

 Nánari upplýsingar og dagskrá Ungmennaþings http://www.raudikrossinn.is/page/rki_frettir&detail=7502

Með kærri kveðju,

Kjörnefnd Ungmennaráðs Rauða krossins á Íslandi