Ungmennaþing Ungmennahreyfingar Rauða krossins

11.3.2014

Ágætu formenn deilda í Rauða krossinum á Íslandi

Ungmennaþing Ungmennahreyfingar Rauða krossins verður haldið í húsi Rauða krossins Efstaleiti 9, Reykjavík laugardaginn 12. apríl 2014 klukkan 16:00.

Skv. lögum ungmennahreyfingar Rauða krossins skulu deildarstjórnir tilnefna fulltrúa sína og tilkynna URKÍ. Deildir bera allan kostnað af þátttöku fulltrúa sinna á ungmennaþinginu. Skrá skal þátttöku á vef Rauða krossins http://www.raudikrossinn.is/page/rki_frettir&detail=7502
Allir félagar í Rauða krossinum á aldrinum 16-30 ára eiga rétt til setu með tillögu- og atkvæðisrétt.
Tillögur til ungmennaþings skulu hafa borist Heklu Sigurðardóttur, formanni URKÍ, tveimur vikum fyrir ungmennaþing: heklasig@gmail.com. Tillögur öðlast gildi ef meirihluti fundarmanna greiðir þeim atkvæði sitt.
Dagskrá fundarins:
•    Kosning fundarstjóra og fundarritara
•    Fundargerð landsfundar 2013 lögð fram til umræðu og staðfestingar
•    Skýrsla stjórnar
•    Framkvæmdar- og fjárhagsáætlun 2014
•    Tillögur um áherslur í ungmennastarfi Rauða krossins á Íslandi í samræmi við stefnu og markmið félagsins
•    Kosning 3ja stjórnarmanna til eins
•    Önnur mál

Með einingarkveðju

Hermann Ottósson                                                       Hekla Sigurðardóttir
Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi                Formaður URKÍ