Niðurstöður rannsóknar á mikilvægi sjálfboðaliða - hádegisfyrirlestur 3. febrúar

29.1.2014

Ómar H. Kristmundsson heldur hádegiserindi fyrir stjórnarfólk og starfsmenn Rauða krossins þann 3. febrúar kl. 12:15-13:00 í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9.

Ómar mun þar lýsa niðurstöðum rannsóknar á mikilvægi sjálfboðaliða sem auðlindar fyrir
félagasamtök í velferðarþjónustu á Íslandi. Viðfangsefnið snýr að alþjóðlegri umræðu um hlutverk sjálfboðaliða innan félagasamtaka.

Rannsókninni er ætlað að bæta úr þörf á að greina hvernig félagasamtök nýta sér sjálfboðaliða. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verður ekki séð að framlag sjálfboðaliða sé mikilvægur hluti af starfsemi þorra velferðarfélaga á Íslandi. Framlag sjálfboðaliða minnkar eftir því sem starfsfólk er fleira.

Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar með hliðsjón af vísbendingum um að áhugi
fólks á að leggja fram vinnuframlag sitt til góðra málefna án endurgjalds hafi ekki breyst á undanförnum áratugum.