Hugleiksbolir og aðrar gjafavörur

3.12.2013

Góðan daginn ágætu félagar

Nú vil ég vekja athygli á vörum sem Rauði krossinn er með til sölu og deildir geta pantað og selt í fjáröflunarskyni fyrir jólin. Hér er slóðin:http://www.raudikrossinn.is/Apps/WebObjects/RedCross32.woa/wa/dp?id=2234

Til viðbótar við þessar vörur eru komnir í hús svartir gæða bolir með myndum eftir hinn vinsæla listamann Hugleik. Bolirnir eiga að minna á skyndihjálparátak Rauða krossins sem framundan er, með myndum af skötuhjúunum Ófeigi og Líf. Slóðin er:http://www.raudikrossinn.is/page/rki_vara_hugleiksbolir

Bolirnir verða til sölu innan félags sem utan. Stærðir eru frá small til xxL , kven- og karlasnið. alls sex myndir, þrjár fyrir hvort kyn. Bolirnir eru aðeins aðskornir og númerin frekar lítil sem hafa þarf í huga við pöntun. Deildir geta fengið bolina á 2990 kr. frá landsskrifstofu og selt á 3490 kr. (viðmiðunarverð) og fengið þar 500 kr. í fjáröflun fyrir hvert selt stykki.

Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna afgreiðsla@redcross.is ef þíð hafið áhuga á bolunum eða öðrum vörum Rauða krossins.

Með bestu kveðju,
Helga G. Halldórsdóttir
fjáröflunarfulltrúi