Starfshópur um endurskoðun tekjuskiptingar 2013

6.11.2013

Ágæti formaður

Formannafundur Rauða krossins á Íslandi, haldinn þann 2. nóvember sl., samþykkti að beina því til stjórnar Rauða krossins að skipa starfshóp sem taki til endurskoðunar reglur um tekjuskiptingu félagsins.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum til stjórnar Rauða krossins fyrir 25. janúar næstkomandi. Stjórn muni síðan leggja nýjar tillögur um tekjuskiptakerfi félagsins fyrir aðalfund Rauða krossins þann 17. maí 2014.

Í framhaldi af samþykkt formannafundar, ákvað stjórn Rauða krossins á fundi sínum þann 2. nóvember, að skipa sjö manna starfshóp sjálfboðaliða, sem í sætu fulltrúar allra svæða á landinu ásamt einum fulltrúa stjórnar, sem jafnframt yrði formaður hópsins.

Hér með er þess óskað að eftirtalin svæði tilnefni einn fulltrúa hvert í starfshópinn: Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Suðurland/Suðurnes og höfuðborgarsvæðið.

Óskað er eftir að tilnefningar í starfshópinn berist landsskrifstofu - alla@redcross.is - fyrir 15. nóvember.

Með bestu kveðjum,

Hermann Ottósson
framkvæmdastjóri