Hópavinna á formannafundi

29.10.2013

Ágæti formaður

Á formannafundinum þann 2. nóvember næstkomandi mun í eftirmiðdaginn verða skipt í vinnuhópa þar sem rætt verður: "Hvernig framkvæmum við áherslur Rauða krossins samkvæmt Stefnuáætlun 2020."  Stefna Rauða krossins á Íslandi er á heimasíðu félagsins, sjá hér:  og hún hefur einnig verið gefin út í prentuðu formi.

Mig langar að biðja ykkur að lesa stefnuna yfir og undirbúa ykkur þannig fyrir umræður í vinnuhópunum.  Ef eitthvað er óljóst eða upplýsingar vantar, vinsamlegast hafið samband við Aðalheiði Birgisdóttur, alla@redcross.is.

Með bestu kveðjum,

Hermann Ottósson
framkvæmdastjóri