Réttur til setu á formannafundum Rauða krossins

30.10.2013

Ágæti formaður

Í 9. gr. laga Rauða krossins á Íslandi er sagt til um hverjir hafi rétt til setu á formannafundum félagsins, eða eins og segir í lögunum: "Rétt til setu á formannafundi hafa formenn allra deilda, stjórn, formaður URKÍ og formenn deildaráða."

Formaður Rauða krossins áréttaði þetta við upphaf formannafundar 2. febrúar sl. og minnti um leið á að skapast hefði hefð fyrir því að deildastjórar deilda og sviðsstjórar landsskrifstofu sætu fundina sem áheyrnarfulltrúar.

Þar sem nú líður óðum að formannafundi og svo virðist sem einhvers misskilnings hafi gætt við skráningu á fundinn, þykir mér rétt að minna enn á að einungis formenn deilda, eða staðgenglar þeirra í forföllum formanna, eiga seturétt á formannafundi, ásamt áðurgreindum áheyrnarfulltrúum.

Þetta er áréttað hér með.

Með bestu kveðjum,

Hermann Ottósson
framkvæmdastjóri