Dagskrá formannafundar 2013

18.10.2013

Ágæti formaður.

Með bréfi þessu fylgir dagskrá formannafundar Rauða krossins á Íslandi sem, eins og áður hefur verið boðað, verður haldinn laugardaginn 2. nóvember. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66.

Fundurinn hefst kl. 9:00 með setningu og skipan fundarstjóra og fundarritara. Gert er ráð fyrir að fundinum verði lokið um kl. 16.

Hægt er að skrá sig á heimasíðunni eða með því að tilkynna þátttöku til Aðalheiðar Birgisdóttur, alla@redcross.is.

Með ósk um ánægjulegan formannafund.

Með bestu kveðjum,
Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri

Dagskrá formannafundar Rauða krossins
2. nóvember 2013 í Safnaðarheimili Grensáskirkju


09:00    Setning og skipan fundarstjóra og fundarritara
        Anna Stefánsdóttir, formaður

09:20    Neyðarmiðstöð Rauða krossins á Íslandi
        Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri

09:40    Niðurstaða vinnuhóps um skipulagsmál
        Ragna Árnadóttir varaformaður

10:00    Kaffihlé

10:30    Afmælisár Rauða krossins á Íslandi 2014
        Þórunn Lárusdóttir verkefnisstjóri afmælisárs

10:50    Samskiptastílar
        Eyþór Eðvarðsson

12:00    Hádegishlé

13:00    Hvað hefur áunnist á undanförnum árum?
        Anna Stefánsdóttir formaður

13:20    Hvernig framkvæmum við áherslur Rauða krossins samkvæmt Stefnuáætlun 2020
        Hópavinna – Sævar Kristinsson

15:00    Kaffihlé
15:15    Samantekt úr hópavinnu
15:30    Önnur mál og fundarlok