Sýrlandssöfnun

1.10.2013

Sæl og blessuð

Söfnun fyrir Sýrlendinga er í fullum gangi og byggist helst á átaki á Facebook. Allir geta lagt átakinu lið með því að taka þátt í herferðinni á Facebook og hringt í söfnunarsímana.

Á vefsíðunni http://www.raudikrossinn.is/page/rki_syrlandssofnun kemur fram listi yfir ástand mála í Sýrlandi og þaðan er hægt að prenta skilti sem á stendur „Mér er ekki sama“ og bæta við frá eigin brjósti, taka mynd af sér og setja á Facebook með hvatningu um að menn leggi söfnuninni lið og veki athygli á henni sem víðast.

Söfnunarsímar Rauða krossins sem eru: 904 1500, 904 2500 og 904 5500. Einnig er hægt að senda sms í sömu símanúmer. Með því bætist upphæð sem nemur síðustu 4 tölunum við næsta símreikning.

Með bestu kveðju
Helga G. Halldórsdóttir
fjáröflunarfulltrúi Rauða krossins