Söfnun fyrir Sýrlendinga - lokahnykkur

25.9.2013

Ágætu formenn

Nú er komið að lokahnykki á Sýrlandssöfnun Rauða krossins, sem líkt og kom fram í bréfi mínu dagsettu 11. september, hefur staðið í rúman mánuð. Við höfum hugsað okkur að nota vikuna frá 28. september - 5. október til að vekja sérstaka athygli á þeirri neyð sem ríkir á svæðinu.

Kynning og fjáröflun verður í nokkrum þáttum og er verið að leggja lokahönd á skipulag. Þórir Guðmundsson verður í flóttamannabúðum fyrir Sýrlendinga í Líbanon dagana 30.september - 4. október ásamt ljósmyndara Fréttablaðsins og munu fréttir þaðan bera kynninguna uppi.

Á sama tíma verður farið í Facebook herferð þar sem Rauði krossinn og velunnarar hans sýna stuðning í verki með því að birta myndir af sér með stuðningsyfirlýsingu við söfnunina undir yfirskriftinni “Mér er ekki sama.” Allar upplýsingar um herferðina verða birtar á heimasíðunni og á Facebook. Deildir eru hvattar til að taka þátt. Þar verður einnig ítarefni og veggspjöld sem hægt er að prenta út til dreifingar.

Ákveðið hefur verið að setja upp bása í nokkrum verslunarmiðstöðum á höfuðborgarsvæðinu helgina 4.-5. október mannaða sjálfboðaliðum deilda á svæðinu. Þetta er gert til að vekja athygli á söfnuninni þar sem upplýsingum um söfnunarsíma Rauða krossins verður dreift og baukar verða til staðar.

Söfnunar- síminn 904 1500 hefur verið í gangi og við bætast númerin 904 3000 og 904 5000.

Þær deildir sem sjá sér fært að safna í sinni heimabyggð eru hvattar til þess. Vilji deildir fá senda bauka vinsamlegast látið vita sem fyrst með tölvupósti til Helgu fjáröflunarfulltrúa,  helga@redcross.is, takið fram hversu marga bauka þið viljið og hvert á að senda þá svo að þeir berist tímanlega.

Einnig verður vakin athygli á að hægt sé að leggja inn á reikning Rauða krossins 342-26-000012, kt. 530269-2649.

Með samstöðukveðju,
Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri