Bréf frá Önnu Stefánsdóttur formanni

18.9.2013

Ágætu formenn deilda Rauða krossins á Íslandi,

Í bréfi til stjórnar Rauða krossins á Íslandi dagsettu 9. september sl. sem ykkur barst í tölvupósti 10. september, bera Helgi Ívarsson og Jón Þorsteinn Sigurðsson, stjórnarmenn í Rauða krossinum á Íslandi fram þá ósk , fyrir hönd formanna 12 deilda, að formannafundi, sem halda á 2. nóvember nk. verði flýtt og hann haldinn eigi síðar en 20. október nk.

Stjórn Rauða krossins kemur saman 21. september nk. og á þeim fundi verður bréfið þeirra Helga og Jóns Þorsteins tekið til umfjöllunar.

Samkvæmt lögum félagsins skal boða til formannafundar á tryggilegan hátt með mánaðarfyrirvara en formannafundur er ráðgjafandi fyrir stjórn. Ekki er unnt að boða formannafundinn með löglegum hætti eigi að halda hann fyrir 20. október. Boð um formannafund verður sent út strax eftir stjórnarfund.

Bestu kveðjur,

Anna Stefánsdóttir formaður.