Neyðarmiðstöð

16.9.2013

Ágætu formenn deilda í Rauða krossinum á Íslandi,

Meðfylgjandi er minnisblað um stofnun "Neyðarmiðstöðvar" hjá Rauða krossinum á Íslandi. Framkæmdaráð Rauða krossins hefur þegar fjallað um tillöguna og samþykkt hana. Hlutverk Neyðarmiðstöðvarinnar er að stórefla neyðarvarnir á landsvísu, þétta viðbragðsnetið, auka samstarf þvert á deildamörk og styrkja Rauða krossinn sem traustan viðbragðsaðila um allt land. Miðstöðin verður skipulögð í samræmi við núgildandi samning við stjórnvöld um skipan hjálparliðs almannavarna og stefnu félagsins þar sem neyðarvarnir eru skilgreindar sem kjarnaverkefni félagsins. Neyðarmiðstöðin verður opin allan sólarhringinn, alltaf.

Minnisblað Neyðarmiðstöð til formanna

Bestu kveðjur,
Hermann Ottósson framkvæmdastjóri