Söfnun fyrir Sýrlendinga

11.9.2013

Ágætu formenn deilda,

Mannúð er hugtak samofið Rauða krossinum um allan heim. Eins og okkur öllum er ljóst, hafa meðbræður okkar, systur og börn í Sýrlandi þurft að flýja heimili sín og land vegna hins grimmilega borgarastríðs sem þar geysar. Rauði krossinn á Íslandi hefur efnt til söfnunar vegna Sýrlendinga í neyð og þegar hefur umtalsverðum upphæðum verið varið til neyðaraðstoðar.

En betur má ef duga skal. Verkefnið er risavaxið og neyðin mikil. Hér með er óskað eftir því að deildir veiti söfnuninni lið með fjárframlagi.
Þá er mikilvægt að deildir veki athygli á söfnuninni í sinni heimabyggð.

Með einingarkveðju,
Rauði krossinn á Íslandi.
 
Hermann Ottósson
Framkvæmdastjóri.