Verkefni Landskrifstofu haust 2013

4.9.2013

Ágætu formenn,

Ég vona að sumarið hafi farið vel með ykkur og ykkar fólk. Við höfum mörg átt annasamt síðsumar þar sem Rauði krossinn hefur komið að ýmsum atburðum og sýnt hvað félagið er öflugt þegar mikið liggur við.

Við starfsmenn landskrifstofu vonum að framundan sé tími góðra verka fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Í anda samhugs og samvinnu sendi ég ykkur hér með upplýsingar um verkefni sem er verið að vinna að til heilla fyrir félagið í heild sinni.

1.  Húsnæðismál, leiga og breytingar í Húsi Rauða krossins á Íslandi.

Markmið: Betri nýting á húsnæði. Fá leigutekjur af húsnæði sem í dag er nýtt sem geymsla. Boðið hefur verið upp á samrekstur með deildum á höfðborgarsvæðinu. Úrbætur á húsi Rauða krossins og vinna að góðum búskap. Hús Rauða krossins á

Íslandi er „félagsheimili“ Rauða kross fólks og miðstöð starfseminar á Íslandi.

2.    Hugmyndavinna og tillaga að eflingu Rauða krossins í neyðarvörnum á landsvísu.

Markmið: Samþætting eininga, samrekstur, öflugt og sýnilegt kjarnaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Aukin ábyrgð, samvinna, samhæfing og þátttaka deilda um allt land

í    neyðarvörnum.

3.    Afmælisár (90 ára) mótun og áætlangerð skyndihjálparátaks.

Markmið: Auka þekkingu almennings á skyndihjálp. Vekja athygli á hlutverki Rauða krossins í skyndihjálp. Virkja deildir til átaks á sínum svæðum. Auka sýnileika og þar með fjáröflunarmöguleika deilda. Þjálfun leiðbeinenda.

4.    Úttekt á ferlum og umsvifum við fjármála-og bókhaldsvinnu Rauða krossins.

Markmið: Leita leiða til einföldunar, skilvirkni og sparnaðar.

5.    Aukinn fókus starfseminnar í átt að 2020 stefnumörkuninni.

Markmið: Ná utan um verkefni, þrengja fókus og efla sýnileika félagsins í heild sinni. Ná fram bestu meðferð fjármuna og mannauðs sem völ er á.

6.  Rekstar- og húsnæðismál fatasöfnunar.

Markmið: Betri vinnubrögð, hærri framlegð. Koma upp geymsluplássi fyrir landskrifstofu og deildir auk þess að hafa pláss fyrir neyðarvarnarbúnað.

7.  Hugbúnaðarmál.

Markmið: Minnka flækjustig og nýta betur fjármuni. Skoða hagkvæmni sem felst

í    innkaupum fyrir allar deildir Rauða krossins á Íslandi.

8.    Undirbúningur og framkvæmd formannafundar.

Markmið: Skapa einingu um góð Rauða kross verkefni sem eru innan neyðarvarna, áfalla og hamfara, mannúðar og félagslegs öryggis, auk áætlana um vel starfandi Rauða kross félag á Íslandi.

9.  Fjárhagsáætlun.
 

Markmið: Hámarka nýtingu fjármuna félagsins og allra deilda til verkefna samkvæmt áherslum stjórnar og stefnumörkun 2020.

10. Sjúkrabílar.

Fylgja eftir núverandi smíði og undirbúa nýtt útboð á árinu 2014.

11. Þing alþjóðasambandsins í Sidney.

Undirbúningur, m.a. með samnorrænum fundi í 28-29 október.

Vinsamlega hafið samband ef þið óskið eftir frekar upplýsingum um ofantalin verkefni. Nú fer að koma að því að deildir hefji starf sitt eftir sumarleyfi og hlakka ég til að fá tækifæri til að hitta ykkur á næstu vikum. Heimsóknir verða skipulagðar af okkar ágætu deildarfulltrúum og geri ég ráð fyrir að þær verði í sambandi á næstunni.

Verið síðan ævinlega velkomin í Hús Rauða krossins við Efstaleiti. Þar er heitt á könnunni og starfsmenn ávallt reiðubúnir að svara erindum eða spjalla eftir atvikum.

Með einingarkveðju

Rauði krossinn á Íslandi

Hermann Ottósson framkvæmdastjóri