Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp haustið 2013

11.7.2013

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp dagana 7. til 12. október. Námskeiðið nær yfir sex heila daga og
verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil hvetja þær deildir sem búa við skort á leiðbeinendum á sínu svæði að nýta þetta tækifæri en
leiðbeinendanámskeið eru einungis haldin á tveggja ára fresti.

Á námskeiðinu verður aðal áhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þeir sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða
skyndihjálparþekkingu til að byggja á auk menntunar á heilbrigðis- eða kennslusviði

Skráning

Tekið verður við umsóknum til 23. ágúst og þeim svarað fyrir 30. ágúst.

Nánari upplýsingar um námskeiðið í síma 570-4000 eftir 12. ágúst.

Námskeiðsgjald er 129.000 krónur, kennslugögn innifalin.

Athugið að fjöldi þátttakenda verður takmarkaður og við val á þeim er einkum horft til menntunar, reynslu og búsetu.