Einkennisfatnaður Rauða krossins

26.6.2013

Til deilda Rauða krossins á Íslandi

Deildum og sjálfboðaliðum stendur til boða að fjárfesta í einkennisfatnaði fyrir Rauða krossinn. Áhersla er lögð á að bjóða upp á fjölbreyttan fatnað sem hentar í öllu starfi félagsins.

Hægt er að velja á milli eftirfarandi leiða:

1. Kaup á merktum einkennisfatnaði frá 66°N. Um er að ræða breiða línu allt frá léttri peysu upp í öflugan hlífðarfatnað. Rauði krossinn í Reykjavík heldur utan um pantanir. Pöntunarform má nálgast hér: MailScanner has detected definite fraud in the website at "alturl.com". Do not trust this website: http://alturl.com/3weay.

2. Kaup á ómerktum einkennisfatnaði frá CINTAMANI. Um er að ræða vandaðan fatnað sem panta má beint frá fyrirtækinu. BROS sér um að merkja. Sjá myndir af fatnaði í viðhengi.

2. Kaup á léttum fatnaði, svo sem sem flíspeysum, pólóbolum, skyrtum ofl. frá TANNA. Landsskrifstofa heldur utan um pantanir. Pantanir þurfa að berast fyrir 1. apríl eða 1. okóber. Sjá myndir af fatnaði í viðhengi.

3. Bróderuð merki frá BROS má panta á landsskrifstofu en þau er hægt að sauma á fatnað og aðra vefnaðarvöru. Pantanir á merkjum þurfa að berast fyrir 1. apríl eða 1. október.

4. Hægt er að kaupa neyðarvarnavesti og merkt hálsbönd á landsskrifstofu. Áhersla er lögð á að þessar vörur verði alltaf til á skrifstofunni.

Þrátt fyrir að hér sé bent á leiðir er rétt að taka fram að engar kvaðir eru um vörumerki á fatnaði en nauðsynlegt er að litir séu í samræmi við leiðbeiningar. Hvítur grunnur skal ávallt vera undir merki Rauða krossins og ná út fyrir merkið sem nemur a.m.k. hálfri armlengd krossins. BROS sér um að merkja allan fatnað fyrir Rauða krossinn. Frekari leiðbeiningar um einkennisfatnað Rauða krossins má nálgast í viðhengi.

Fatalína

Cintamani fatnaður

Tanni, peysur og jakkar


Aðalheiður Birgisdóttir og Jón Brynjar Birgisson starfsfólk landsskrifstofu veita frekari upplýsingar