Flug og gisting vegna formannafundar

15.1.2013

Ágæti formaður

Eins og fram kom í bréfi framkvæmdastjóra 20. desember er ráðgert að formannafundur fari fram 2. febrúar næstkomandi í húsnæði Rauða krossins í Efstaleiti 9. Dagskrá, ásamt fundargögnum, verður send út um næstu helgi, eftir stjórnarfund föstudaginn 18. janúar.

Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Lind. Vinsamlegast hafið samband við hótelið, netfang: lind@fosshotel.is og sími 562 3350 til að ganga frá gistingu. Verkefnisstjórar á svæðunum munu sjá um að panta flug fyrir þá formenn sem þess óska.

Ef eitthvað er óljóst, vinsamlegast hafið þá samband.

Með bestu kveðjum,

Aðalheiður Birgis.