Óskað eftir tillögum að lagabreytingu

Óskað eftir tillögum frá deildum um betrumbætur á lögum félagsins.

16.2.2017

Hafin er vinna við yfirferð laga Rauða krossins á Íslandi.  Stjórn félagsins skipaði undirbúningsnefnd* til að fara yfir lögin sem hefur það hlutverk forvinna drög að breytingum fyrir laganefnd félagsins. Kallað er eftir tillögum að breytingum frá deildum með þessu erindi. 

 Tímalínan lítur svona út: 

24. mars

 • Deildir eru hvattar til að koma með ábendingar eða tillögur að breytingum  varðandi einstakar lagagreinar og er skilafrestur til 24. mars næstkomandi
 • Í framhaldi verður farið yfir innsendar athugasemdir og drög send til deilda
30. september
 • Skilafrestur eftir aðra yfirferð er  30. september.

(án dags.) nóvember

 • Nefndin vinnur áfram með tillögurnar sem verða lagðar fyrir formannafund í nóvember ( dagsetning staðfest síðar)
15. desember
 • Eftir þann fund mun nefndi laga drögin í framhaldi af niðurstöðum formannafundar og senda út til deilda sem hafa þá tækifæri til að koma með loka athugasemdir.

Janúar 2018

 • Í upphafi árs 2018 verða drögin send út til Alþjóðasambandsins til yfirlestrar.

 Þremur mánuðum fyrir aðalfund (miður febrúar)

 • Eftir samþykki frá þeim verða endanleg drögin send út til deilda

Maí 2018

 • Lagt fyrir aðalfund félagsins í maí 2018.

 Vinsamlegast komið athugsemdum til Guðnýjar H. Björnsdóttur fyrir  24. mars nk. gudnybj@redcross.is

  * Nefndina skipa

 • Sveinn Kristinsson formaður
 • Ragna Árnadóttir, varaformaður
 • Jóhannes Rúnar Jóhannsson
 • Kristín S. Hjálmtýsdóttir
 • Guðný H. Björnsdóttir, starfsmaður nefndarinnar.