Tilkynning kjörnefndar

27.6.2012

Ágætu Rauða kross félagar.

Kjörnefnd hefur nú tekið til starfa í samræmi við lög félagsins. Hér með sendi ég til ykkar bréf frá kjörnefndinni en jafnframt verða settar upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Eins og ákveðið var á aðalfundinum 19. maí verður framhaldsaðalfundur haldinn þann 13. október. Fundarboð vegna fundarins með dagskrá verður sent út eftir 11. júlí.

Með bestu kveðju,
Kristján Sturluson

Bréf Kjörnefndar:

Með vísan í lög Rauða krossins á Íslandi sem samþykkt voru á aðalfundi 19. maí sl., nánar tiltekið  7. gr.  og  „Ákvæði til bráðbirgða“  7. tölulið,  svo og  verklagsreglur kjörnefndar,  er deildum Rauða krossins á Íslandi hér með tilkynnt að kjörnefnd hefur tekið til starfa.

Á framhaldsaðalfundi sem haldinn verður  13. október 2012  ber að kjósa  stjórnar – og skoðunarmenn sem hér segir:

a)    Formann til tveggja ára
b)    Varaformann til fjögurra ára
c)    Fjóra  stjórnarmenn til fjögurra ára
d)    Tvo varamenn til tveggja ára
e)    Tvo skoðunarmenn til tveggja ára

Er hér með lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk. Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarmenn (sjá hér neðar) eða með skriflegum hætti til landskrifstofu á netfangið: alla@redcross.is eða í pósti merkt: Rauði krossinn á Íslandi,  –kjörnefnd-, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík.

Vakin er athygli á því að samkvæmt áðurnefndum verklagsreglum ber kjörnefnd einnig að auglýsa eftir framboðum á opinberum vettvangi, svo sem á vef félagsins, og verður það gert.

Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til  kl. 16:00 mánudaginn 13. ágúst 2012.

Bestu kveðjur
Úlfar Hauksson,
formaður kjörnefndar.

Kjörnefndin er þannig skipuð:
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Hafnarfirði: ingibjorg.asgeirsdottir@heilsugaeslan.is
Margrét Lilja Vilmundardóttir, Súðavík: mlv2@hi.is
Pétur Karl Kristinsson, Eskifirði: eskfirdingur@simnet.is, peturkkr@husa.is,
Úlfar Hauksson, Akureyri, formaður:  uhauksson@simnet.is

Ágústa Gísladóttir, varamaður, Grindavík: tryllirgk@simnet.is
Helga Gísladóttir, varamaður, Patreksfirði: helgag@snerpa.is,