Nafnabreyting, tekjuskiptakerfi, skyndihjálparbrúður og gjafir til tombólubarna

25.6.2012

Ágætu Rauða kross félagar.

Þó svo að sumarið sé nú að verða í algleymingi eru ýmis mál sem þarf að minna á í kjölfar aðalfundarins, mál sem leiða af samþykkt nýrra laga.

Nafn félagsins og merki
Í nýsamþykktum lögum var samþykkt breyting á nafni félagsins, úr Rauði kross Íslands í Rauði krossinn á Íslandi. Þetta hefur jafnframt afleiðingar varðandi nöfn deilda. Í lögunum eru ákvæði um að stjórn félagsins skuli setja nánari reglur hvað þetta varðar. Það hefur stjórnin nú gert og er þær reglur að finna á slóðinni http://raudikrossinn.is/Apps/WebObjects/RedCross32.woa/wa/dp?id=2156.

Tilkynningar um nafnbreytingu
Hver og ein deild þarf að senda tilkynningu til Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra um breytt nafn. Samkvæmt upplýsingum frá Fyrirtækjaskrá þarf ekki að greiða fyrir tilkynninguna. Eyðublað sem nota má í þeim tilgangi fylgir með þessu bréfi en þetta má einnig gera í bréfi. Þær upplýsingar sem beðið er um á eyðublaðinu verða að koma fram. Það er skilyrði að tilkynningin sé undirrituð þannig að tölvupóstur dugar ekki nema að þar sé undirritað skjal sem búið er að skanna. Það er ákvörðun deilda hvaða landsvæði þær telja að best eigi við í nafni deildarinnar. Kennitölur eru óbreyttar. Um leið og deildir senda Fyrirtækjaskrá tilkynningu um breytt nafn eru þær beðnar að láta landsskrifstofu vita með tölvupósti til Aðalheiðar Birgisdóttur alla@redcross.is. Hægt er að skoða hvernig deildin er skráð með því að fara á http://rsk.is og síðan í leit í fyrirtækjaskrá og slá inn kennitölu deildarinnar.

Fundir um tekjuskiptakerfi
Samtals tóku 128 Rauða kross félagar frá 46 deildum þátt í þeim átta fundum sem haldnir voru til að ræða hugmyndir að tekjuskiptakerfi. Eru öllum sem tóku þátt færðar bestu þakkir. Vinnuhópur og síðan stjórn vinna nú úr þeim ábendingum sem komu fram á fundunum. Samantekt úr niðurstöðum fundanna má sjá á vef félagsins á slóðinni http://raudikrossinn.is/doc/10417353?wosid=false.

Gamlar skyndihjálparkennslubrúður fást gefins
Þessa dagana er verið að tæma geymslu sem landskrifstofa hefur haft á leigu. Þar eru m.a. sjö gamlar kennslubrúður í hörðum töskum sem ekki eru lengur í notkun og leita því að nýju heimili.
Deildum félagsins stendur til boða að fá þessar kennslubrúður gefins (flutningskostnaður greiddur af deild). Myndir af brúðunum sem um ræðir má nálgast hér: http://raudikrossinn.is//doc/10417366?wosid=false Reglan er fyrstir koma fyrstir fá. Endilega svarið með tölvupósti til Aðalheiðar Birgisdóttur alla@redcross.is ef þið viljið fá senda brúðu eða komið við í Efstaleitinu.

Gjafir til tombólubarna
Upplýsingar um hluti sem hægt er að nota sem gjafir til tombólubarna eru á vefnum á slóðinni http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross32.woa/wa/dp?id=2157. Pantanir þarf að senda á netfangið afgreidsla@redcross.is.

Með bestu kveðju,

Kristján Sturluson