Kvennahlaup ÍSÍ safnar fyrir Rauða krossinn í ár

11.6.2012

Kvennahlaup ÍSÍ safnar fötum fyrir Rauða krossinn í ár. Hlaupið fer fram 16. júní.

Deildir eru hvattar til að setja sig í samband við hlaupastjóra á hverjum stað fyrir sig, aðstoða við móttöku og koma fötum á móttökustöðvar Eimskips-Flytjanda sem flytur þau til Fatasöfnunar.

Á nokkrum stærri stöðum verða gámar fyrir fötin sem Örn í Fatasöfnun og Gámafélagið sjá um að flytja í Fatasöfnunina. Á minni stöðum verða hlaupastjórar með sér merkta kassa fyrir fötin. Örn í Fatasöfnun minnir á að best er að hafa fötin í lokuðum pokum áður en sett er í kassana.

Vinsamlega hafið samband við Jónu hjá ÍSÍ jona@isi.is ef spurningar vakna.

f.h. Teits Þorkelssonar upplýsingafulltrúa Rauða krossins
teitur@redcross.is

Með bestu kveðju,
Ingibjörg Eggertsdóttir