Námskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi

16.5.2012

Undanfarin ár hefur Rauði kross Íslands skipulagt námskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi að vori til.  Námskeiðið hefur nýst hvað best deildum sem skipuleggja starf með börnum og ungmennum yfir sumartímann. Þetta vorið verður námskeiðið haldið í samstarfi við Skátana dagana 4.-6. júní. Rauða krossinum býðst að nýta námskeið sem Skátarnir hafa umsjón með og mun Rauði krossinn leggja til fræðslu í skyndihjálp. Allar deildir Rauða krossins geta sent þátttakendur á námskeiðið og greiða deildir kr. 1.500 fyrir hvern þátttakanda. Vonast er til að þessi samvinna Rauða krossins og Skátanna verði styrkur fyrir báða aðila og nýtist deildum vel. Í viðhengi er dagskrá námskeiðsins. Einstaka efnisþættir gætu færst til en um er að ræða dagana 4. 5. og 6. júní.

Skráningar á námskeiðið sendist til Ingibjargar Eggertsdóttur á landsskrifstofunni á netfangið imma@redcross.is

Drög að dagskrá