Tími á Rauðakrossvikunni

15.7.2011

Ágæta Rauðakrossfólk

Vonandi eruð þið sem flest að njóta sumarsins, Vildi aðeins bæta við frá fyrri pósti.

Eins og fram kom í tölvupósti 27. júní síðastliðinn gengu upphaflegar dagsetningar ekki upp. Ástæðan var að ef við viljum hafa möguleika á að safna fé í vikunni þá þarf leyfi innanríkisráðuneytisins og það fékkst ekki fyrir þessa viku. Leyfi hefur hins vegar fengist fyrir vikunni 17. til 22. október þannig að það verður sú vika sem verður notuð.

Að öðru leyti er staðan í samræmi við póstinn frá 27. júní m.a. er vinnan við myndbandið komin af stað og mun taka á sig mynd í ágúst.