Sumarbúðir URKÍ

11.4.2011

Sumarbúðir Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Mannréttindi og hjálparstarf, verða haldnar í ágúst 2011 í Alviðru í Ölfusi. Búðirnar eru fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára 

Þátttökugjald er 18.000 krónur.  

Unnið verður með málefni sem tengjast hjálparstarfi og mannréttindum með ýmsum verkefnum og hópavinnu. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun.

Leiðbeinendur hafa allir sótt sérstakt leiðbeinendanámskeið Rauða krossins og skyndihjálparnámskeið. Auk leiðbeinenda koma nokkrir sérfræðingar að búðunum sem stjórna ákveðnum þáttum í dagskránni, svo sem sendifulltrúar Rauða krossins.

Tímasetningar: 

Sumarbúðir 1: 13.-16. ágúst
Sumarbúðir 2: 18.-21. ágúst

Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar um sumarbúðirnar má nálgast hér.

Með bestu kveðju/Best regards,
Jón Brynjar Birgisson

verkefnisstjóri/Project Manager
neyðarvarnir/neyðaraðstoð