Landsfundur URKÍ fundarboð

24.3.2011

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn laugardaginn 9. apríl 2011 frá kl. 13:00-15:00 í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík.

Dagskrá landsfundar samkvæmt 6.gr. starfsreglna er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.
4. Tillögur að breytingum á starfsreglum, skv. 9. gr.
5. Kosning formanns samkvæmt 7. gr.
6. Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs skv. 7. gr.
7. Önnur mál.

Skv 5 gr. Starfsreglna hafa allir félagar URKÍ 16 til 35 ára rétt til setu á landsfundi með tillögu- og atkvæðisrétt. Skulu þeir bera atkvæði sitt sjálfir.

Samtals eru 9 sæti í kjöri: Formaður, 6 stjórnarmenn kosnir til eins árs og 2 varamenn kosnir til eins árs.

Framboð, með lýsingu á frambjóðanda og störfum innan Rauða kross Íslands ásamt mynd, berist kjörnefnd fyrir landsfund URKÍ á tölvupóstfanginu jon@redcross.is. Einnig er heimilt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.

Öllum félögum Rauða kross Íslands sem eru 35 ára eða yngri er heimilt að bera upp tillögur um breytingar á starfsreglum URKÍ. Breytingatillögur skulu berast stjórn URKÍ tveimur vikum fyrir landsfund.

Allar breytingatillögur skal bera upp á löglegum landsfundi. Breytingatillögur öðlast gildi ef meirihluti fundarmanna greiðir þeim atkvæði sitt og stjórn Rauða kross Íslands samþykkir þær. Hægt er að nálgast starfsreglur URKÍ á slóðinni http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross32.woa/wa/dp?id=1000417

Stjórn URKÍ bindir miklar vonir við að fundinn sæki sem flestir ungir sjálfboðaliðar af öllu landinu svo ákvarðanir og umræður landsfundar endurspegli viðhorf sem flestra meðlima hreyfingarinnar.

Fyrir hönd stjórnar URKÍ
Ágústa Ósk Aronsdóttir formaður