Drög að nýrri stefnu Rauða kross Íslands 2011-2020

18.3.2011

Ágæti formaður,

Í framhaldi af samþykkt stjórnar Rauða kross Íslands í lok janúar á síðasta ári var skipaður starfshópur til að vinna tillögur að nýrri stefnu fyrir félagið, með hliðsjón af nýsamþykktri stefnu Alþjóðasambandsins til ársins 2020. Mikill fjöldi sjálfboðaliða hefur komið að gerð stefnunnar og fundað hefur verið með deildum um allt land.

Formenn fengu drög að stefnunni send þann 23. febrúar sl. og sendu fjórar deildir inn athugasemdir í framhaldinu.

Stefnuhópur hefur nú lokið störfum. Drög að nýrri stefnu félagsins verða rædd á formannafundi félagsins þann 26. mars næstkomandi og fylgja hér með í viðhengi.

Drög að stefnu

Með bestu kveðjum,
Kristján Sturluson